Stúlka og kona stungnar á Leicester torgi Oddur Ævar Gunnarsson og Kjartan Kjartansson skrifa 12. ágúst 2024 12:34 Mynd er úr safni. EPA-EFE/NEIL HALL Ellefu ára gömul stúlka og 34 ára gömul kona voru stungnar á Leicester torgi í miðborg London í morgun. Þær hafa verið færðar á sjúkrahús, ekki í lífshættu, og hefur árásarmaðurinn verið handtekinn. Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bretland England Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Áverkar stúlkunnar eru ekki taldir lífshættulegir samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í London. Konan er sögð minna særð. Breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir öryggisverði verslunar að hann hafi stöðvað árásarmanninn og veitt stúlkunni fyrstu hjálpa ásamt samstarfsmönnum sínum. Leicester-torg er einn af vinsælustu ferðamannastöðum London og jafnan margmenni þar. Fram kemur í tilkynningu lögreglu að ekki sé talið að fleiri hafi átt þátt í árásinni en karlmaðurinn sem nú sé í haldi. Ekki sé talið að árásin sé hryðjuverkatengd að svo stöddu. Götulistamaður sem varð vitni að árásinni segir að stúlkan og konan hafi virst tengdar þar sem þær voru saman áður en maðurinn lét til skarar skríða. Konan hafi öskrað af öllum lífs og sálar kröftum. Abdullah, 29 ára gamli öryggisvörðurinn sem kom stúlkunni til varnar, segist hafa stokkið á árásarmanninn þegar hann heyrði konuna öskra og náð að sparka hníf í burtu. Honum tókst að halda árásarmanninum niðri með hjálp tveggja annarra karlmanna sem dreif að. „Ég hafði engan tíma, ég hugsaði bara ekki,“ segir hann um ákvörðunina um að blanda sér í málið. 'I saw a kid getting stabbed, and I tried to save her'Abdullah is a security guard working nearby and intervened in the attack - he tells Sky News he "heard a scream", then "jumped on" the man who was attacking the childFull story ➡️ https://t.co/LcimTSYLrL📺 Sky 501 pic.twitter.com/PwSXADhKP3— Sky News (@SkyNews) August 12, 2024 Mikil spenna hefur verið í Bretlandi undanfarnar tvær vikur eftir ungur maður stakk þrjár ungar stúlkur til bana í bænum Southport. Til ítrekaðra óeirða hægriöfgamanna hefur komið þar sem fjöldi lögreglumanna hefur særst og eignaspjöll verið unnin. Ekkert liggur fyrir um hvort að árásin í London tengist þeim atburðum á nokkurn hátt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bretland England Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira