Vinícius fengi milljarð á viku í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 12. ágúst 2024 17:16 Vinícius Junior var lykilmaður í liði Real Madrid sem varð Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð. Getty/Grant Halverson Vinícius Junior, brasilíska stórstjarnan í liði Evrópumeistara Real Madrid, gæti hugsanlega verið á leiðinni frá Spáni til Sádi-Arabíu, samkvæmt heimildum ESPN. Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn. Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Vinícius er 24 ára gamall og átti ríkan þátt í að vinna Meistaradeildina og spænsku deildina á síðustu leiktíð. Hann er einn af þeim sem þykja koma til greina í baráttunni um Gullknöttinn í ár. Sagt er að með því að fara til Sádi-Arabíu gæti hann fengið allt að 350 milljónir evra í árslaun, eða um það bil milljarð króna í hverri viku, og því kannski ekki skrýtið að kappinn sé í það minnsta opinn fyrir hugmyndinni. Samkvæmt upplýsingum ESPN hafa verið í gangi viðræður á milli Almenna fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu (PIF) og Real Madrid varðandi Vinícius, jafnvel þó að spænska félagið vilji helst halda leikmanninum. Ekkert formlegt tilboð hefur þó enn verið lagt fram. Vinícius skoraði 24 mörk alls í öllum keppnum fyrir Real Madrid á síðsutu leiktíð og er orðinn algjör lykilmaður hjá liðinu eftir að hafa komið árið 2018. Hann hefur til að mynda skorað í tveimur úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu. Samkvæmt ESPN hefur hann hingað til ekki viljað hafna þeirri hugmynd að flytjast til Sádi-Arabíu. PIF-sjóðurinn á 75% hlut í fjórum af helstu knattspyrnufélögum Sádi-Arabíu; Al Ahli, Al Ittihad, Al Hilal og Al Nassr. ESPN segir að hugmyndin sé sú að Vinícius verði sérlegur sendiherra Sádi-Arabíu í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem þar fer fram eftir tíu ár. Vinícius er með samning við Real Madrid sem gildir til sumarsins 2027. Klásúla er í samningi hans sem gerir hann falan fyrir einn milljarð evra en samkvæmt upplýsingum ESPN þyrfti Real þó að sætta sig við lægri upphæð til þess að salan gengi í gegn.
Sádiarabíski boltinn Tengdar fréttir Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Sjá meira
Vinícius Júnior valinn bestur í Meistaradeildinni Vinícius Júnior var valinn besti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á nýafstöðnu tímabili. 3. júní 2024 15:31