„Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 20:55 Haukur Andri leikur með ÍA fram á mitt sumar á næsta ári, á láni frá Lille í Frakklandi. Vísir/Ívar Fannar Haukur Andri Haraldsson, miðjumaður ÍA, var að vonum mjög ánægður með 1-0 sigur Skagamanna gegn Fram í mikilvægum leik liðanna í Bestu deild karla í kvöld. „Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
„Mér líður bara mjög vel eftir að hafa unnið þennan leik. Þetta var hörkuleikur. Fyrri hálfleikur var stál í stál en svo komum við bara virkilega sterkir út í seinni. Við kláruðum þetta svo bara með góðri varnarframmistöðu. Mér fannst við eiga þetta skilið,“ sagði Haukur Andri. Leikurinn var lokaður heilt yfir, ekki mikið um færi og einkenndist að mörgu leyti að miðjumoði og stöðubaráttu. „Þetta voru mikil hlaup, mikil varnarvinna og lítið pláss til að vinna með inná miðjunni. Það sást alveg í fyrri hálfleik að þeir voru að loka miðsvæðis til að hleypa okkur út á við. Þetta var krefjandi leikur að spila en við gerðum okkar til að vinna leikinn og það er það sem skiptir máli,“ sagði miðjumaðurinn ungi. Skagamenn misstu niður 1-0 forystu gegn Vestra á dögunum og tveimur leikjum áður gerðu þeir slíkt hið sama gegn FH. Nú hins vegar héldu þeir út, unnu sinn fyrsta leik síðan á Írskum dögum og Haukur er spenntur fyrir framhaldinu. „Ég er bara mjög bjartsýnn fyrir framhaldinu. Það eru fjórir leikir eftir og bara undir okkur komið hvert við stefnum. Við horfum á þetta þannig að þetta sé í okkar höndum. Við ætlum að ná okkar markmiðum sem eru að enda í efri hlutanum.“ Haukur Andri er á láni hjá ÍA frá Lille í Frakklandi sem keyptu hann af Skaganum fyrir ári síðan. Hann fór í viðtal á dögunum á Fótbolti.net þar sem hann fór yfir erfiða tíma þar. Hann virðist sáttur við að koma heim á Akranes. „Það er mjög mikill léttir að vera kominn heim. Það kom mér virkilega á óvart hversu krefjandi þetta var úti í Frakklandi. Þetta er mjög krefjandi staður til þess að byrja á, samanborið við til dæmis Skandinavíu. Mjög gott að koma heim í gulu treyjuna og þetta er bara það skemmtilegasta sem ég geri að spila í þessari treyju og leggja mig allan fram,“ sagði Haukur Andri að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Dagskráin í dag: Meistaradeildin, Bónus deild kvenna og verður Breiðablik Íslandsmeistari? Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið MetLife er nú kallað DeathLife Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Stefndi á ÓL en lést í slysi á æfingu Höfðingjarnir vaknaðir og ótrúlegt jafntefli í Dallas Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05