„Við gáfum þeim þetta mark“ Sverrir Mar Smárason skrifar 12. ágúst 2024 21:10 Rúnar Kristinsson (til hægri), þjálfari Fram. vísir / anton brink Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur í leikslok þegar lið hans mætti ÍA á Akranesi í 18. umferð Bestu Deildar karla í kvöld. Ekki nema von enda lauk leiknum með 1-0 sigri ÍA. „Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum. Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
„Ég er bara vonsvikinn. Við gáfum þeim þetta mark. DJ, nýji leikmaðurinn okkar hangir á boltanum í upphafi síðari hálfleiks og lætur éta sig. Við erum búnir að ræða þetta margoft, þú gerir þetta ekki. Ein mistök hjá okkur og þeir skora. Það er svona það eina sem ég er ósáttur við. Annars fannst mér strákarnir gera allt rétt. Við erum ekki vanir því að spila á grasi, það er mjög þurrt og smá vindur. Mér fannst við leysa þetta allt ágætlega. Það var ekki mikið af færum á báða bóga, bara 0-0 leikur en við gefum þeim þetta eina mark. Ég er bara fúll og vonsvikinn,“ sagði Rúnar. Eins og Rúnar kom inná þá var leikurinn töluvert lokaðari en margir aðrir leikir eiga það til að vera. Hvorugt liðið vildi tapa og þar af leiðandi ekki tilbúið að taka áhættur. „Þetta kom mér alls ekki á óvart. Þetta var það sem maður bjóst við. Völlurinn skraufaþurr og það er erfitt að senda boltann á milli manna, hann skoppar á leiðinni og það eru fleiri mistök. Við vorum varkárir og vorum mikið í því að setja langa bolta fram. Það er bara eins og Skaginn, þeir negla honum fram og reyna að finna leiðir í gegnum varnirnar með stóra og sterka framherja. Þetta var ekkert fallegasti fótboltaleikurinn en hann var taktískur,“ sagði þjálfari Fram. Fram setti eins mikla pressu og þeir gátu á ÍA markið undir lok leiksins og fengu 8 mínútur í uppbótartíma. Þeim tókst ekki að nýta sér það svo tap varð að lokum niðurstaðan. Rúnar hefði viljað sjá sína leikmenn fara aðrar leiðir. „Já, já, það eru alltaf einhver augnablik þar sem menn hefðu getað valið aðrar sendingaleið og gert ýmislegt öðruvísi. Menn eru samt að reyna og menn lögðu sig fram. Ég var ánægður með liðið mitt. Hefðum getað gert margt betur en engu að síður setjum við pressu á þá. Eigum aukaspyrnu í stöngina, Haraldur Einar er einn á móti markmanni en skotið rétt framhjá og gerum nóg til að jafna. Það vantar lítið uppá og það var sárt að byrja síðari hálfleikinn á því að gefa þeim mark eftir eina mínútu þegar okkar maður hafði nægan tíma til þess að losa sig við boltann,“ sagði Rúnar að lokum.
Besta deild karla ÍA Fram Tengdar fréttir Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05 Mest lesið Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Fótbolti Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Í beinni: Fram - Stjarnan | Ná gestirnir að tryggja sér Evrópusæti? Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Hörkuleikur í bikarnum Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Fram 1-0 | Skagamenn í Evrópubaráttu á ný eftir kærkominn sigur Eftir fjóra leiki án sigurs tókst ÍA að landa mikilvægum 1-0 sigri á Fram í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðin mættust á Akranesi í kvöld. Sigurinn lyftir ÍA upp fyrir Fram og í 4. sæti deildarinnar sem gæti gefið Evrópusæti þegar upp er staðið. 12. ágúst 2024 20:05