Drake bjargaði Íslendingafélaginu frá gjaldþroti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2024 10:01 Rapparinn Drake er mikill íþróttaáhugamaður og mikil stuðningsmaður Toronto Raptors í NBA. Getty/Carmen Mandato Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake er óvænt hetja hjá stuðningsmönnum ítalska fótboltafélagsins Venezia. GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus) Ítalski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira
GQ Italia segir frá því að það sé í raun rapparanum að þakka að Venezia fór ekki á hausinn. Með Venezia spila íslensku leikmennirnir Bjarki Steinn Bjarkason og Mikael Egill Ellertsson en þeir hafa báðir verið í kringum íslenska A-landsliðið. Hefðu endað í D-deildinni Fjárhagsstaða félagsins var mjög slæm en um tíma leit út fyrir að félagið yrði gjaldþrota og yrði þar af leiðandi dæmt niður í D-deild. Matte Babel, markaðsstjóri hjá fyrirtæki Drake, fékk neyðarsímtal frá Ítalíu. Í símanum var Brad Katsuyama, annar eiganda Venezia. „Hann er góður vinur minn og sagði mér frá vandræðunum. Staðan var skýr. Venezia þurfti að safna tíu milljónum evra á nokkrum vikum og svo þrjátíu milljónum evra á nokkrum mánuðum því annars færi félagið á hausinn,“ sagði Babel við GQ. Sex milljarðar króna „Feneyjar er ótrúleg borg og Venezia hefur alltaf verið sérstakt félag. Ég talaði við Drake, svo aftur Brad og við ræddum það hvernig við gætum hjálpað. Eftir tvær vikur vorum við búnir að ganga frá þessu, höfðum safnað peningunum sem þurfti til að borga laun leikmanna og til að sleppa við gjaldþrot,“ sagði Babel. Drake og fjárfestar á hans vegum, redduðu þessum fjörutíu milljónum evra en það jafngildir sex milljörðum íslenskra króna. Tengingin við Drake mikilvæg Babel segir það líka mikils virði fyrir félagið að tengja sig við heimsfræga tónlistarstjörnu eins og Drake. Það munu auka sýnileika og alþjóðlegan áhuga á félaginu sem opnar líka enn fleiri tækifæri. Venezia mun spila í NOCTA treyjum á tímabilinu en það er fatafyrirtæki Drake. Það má má búast við því að mikið verði lagt í búningana í vetur. Venezia spilar í Seríu A á þessu tímabili eftir að hafa unnið úrslitakeppni ítölsku b-deildarinnar í vor. Liðið hafði fallið úr Seríu A vorið 2022. View this post on Instagram A post shared by VERSUS (@versus)
Ítalski boltinn Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Sjá meira