„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2024 10:30 Adam Ægir hefur komið sér vel fyrir hjá nýja félaginu. AC PERUGIA Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira
Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Sjá meira