Barnaníðingurinn brotnaði saman í fyrsta viðtali eftir baulið á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 13. ágúst 2024 15:46 Steven van de Velde felldi tár þegar hann mætti í fyrsta viðtalið eftir Ólympíuleikana. Samsett/Getty Hollenski strandblaksspilarinn Steven van de Velde fékk að keppa á Ólympíuleikunum í París þrátt fyrir að vera með dóm á bakinu fyrir að nauðga barni. Hann hefur nú tjáð sig í fyrsta sinn um viðbrögðin sem hann fékk á leikunum. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir. Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
„Ég gerði mistök fyrir tíu árum síðan. Ég verð að taka afleiðingum þess,“ sagði Van de Velde í fyrsta viðtalinu eftir Ólympíuleikana, samkvæmt Telegraaf. Van de Velde var 19 ára gamall þegar hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að nauðga 12 ára breskri stúlku. Eftir að hann losnaði úr fangelsi hélt hann áfram að spila strandblak og komst inn á leikana í París. Ákvörðun Hollendinga um að leyfa Van de Velde að keppa hlaut mikla gagnrýni og baulað var kröftuglega á hann við keppni á leikunum. „Ef að íþróttamaður eða þjálfari væri með eitthvað svona mál á bakinu þá hefði hann ekki fengið að vera í okkar liði,“ sagði til að mynda Anna Meares, formaður ástralska ólympíusambandsins. Sobbing child rapist Steven van de Velde breaks silence after being booed at the Olympics https://t.co/YMBd0cUsdL— LBC News (@LBCNews) August 13, 2024 Van de Velde felldi tár í viðtalinu sem birt var í dag og sagði fólk hafa gengið of langt með því að ásækja fjölskyldumeðlimi hans. „Ég gerði mistök fyrir tíu árum og verð að taka afleiðingum þess. En það er of langt gengið að ráðast á fólkið í kringum mig, alveg sama hvort það er Matthew [Immer, liðsfélagi], konan mín eða barnið mitt,“ sagði Van de Velde og viðurkenndi að hafa íhugað að hætta við leikana. „Það komu svo sannarlega augnablik þar sem ég hugsaði með mér; er þetta virkilega þess virði?“ Van de Velde og Immer komust í 16-liða úrslit á leikunum en töpuðu þar fyrir Brasilíu. Van de Velde dvaldi ekki í ólympíuþorpinu líkt og langflestir keppendur heldur á ótilgreindum stað, og þá var hann ekki skyldaður til að mæta í viðtöl eins og aðrir.
Ólympíuleikar 2024 í París Holland Tengdar fréttir Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30 Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31 Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00 Mest lesið Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Handbolti Fleiri fréttir Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Í beinni: Keflavík - Valur | Meistarar mætast Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Í beinni: Þór Þ. - ÍR | Gætu orðið jöfn að leik loknum Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Sögulegur árangur Portúgals á HM Í beinni: Króatía - Ísland | Ögurstund gegn köppum Dags Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Borðuðu aldrei kvöldmat saman „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Lífið leikur við Kessler „Íslenska liðið lítur vel út“ Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Baulað á nauðgarann Van de Velde Baulað var á hinn hollenska Steven van de Velde þegar hann mætti til leiks í strandblaki karla á Ólympíuleikunum. Velde er dæmdur nauðgari eftir að hafa ferðast frá Hollandi til Englands til að nauðga 12 ára gamalli stelpu. 28. júlí 2024 13:30
Dæmdur nauðgari fær ekki að gista í Ólympíuþorpinu Hollenski blakarinn Steven Van de Velde mun taka þátt í Ólympíuleikunum í París en hann fær aftur á móti ekki leyfi til að gista í sjálfu Ólympíuþorpinu með hinu íþróttafólkinu á leikunum. 23. júlí 2024 06:31
Dæmdur barnaníðingur keppir fyrir hönd Hollands á Ólympíuleikunum Hollenski strandblakarinn Steven van de Velde játaði að hafa nauðgað 12 ára barni þrisvar sinnum. Hann hefur nú tryggt sér sæti á Ólympíuleikunum í París í sumar. 27. júní 2024 07:00