Hákon Arnar og félagar slógu lærisveina Mourinho úr Meistaradeild Evrópu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2024 20:12 Hákon Arnar í leik kvöldsins. Ahmad Mora/Getty Images Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille þegar liðið sótti José Mourinho og lærisveina hans í Fenerbahçe út í forkeppni Meistaradeildar karla í knattspyrnu. Þá var Elías Rafn Ólafsson í marki Midtjylland þegar liðið sló Ferencvárosi frá Ungverjalandi úr leik. Hákon Arnar og félagar voru marki yfir eftir fyrri leik liðanna í Frakklandi og lengi vel stefndi í að liðið myndi tryggja sig áfram í venjulegum leiktíma. Hákon Arnar nældi sér í gult spjald undir lok venjulegs leiktíma en þegar komið var eina mínútu inn í uppbótartíma leiksins skoruðu heimamenn mark sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu. Markið var heldur klaufalegt en um var að ræða sjálfsmark Bafode Diakite eftir að gamla brýnið Edin Džeko böðlaði boltanum í Diakite og þaðan í netið. Staðan því 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Hákon Arnar var ekinn af velli á 98. mínútu en tíu mínútum síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Aissa Mandi var sendur í bað eftir gróft brot. Dramatíkinni var þó ekki lokið þar sem Lille fékk vítaspyrnu undir lok framlengingarinnar. Jonathan David skoraði úr spyrnunni og tryggði Lille ótrúlegan sigur og Lille því komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu. ❌ Jose Mourinho's Fenerbahce have been knocked out of the Champions League third qualifying round by Lille.Mourinho's side go into the Europa League group stage. pic.twitter.com/ZISvWGYzLE— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 13, 2024 Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru einnig komnir í umspil eftir jafntefli í Ungverjalandi þar sem íslenski markvörðurinn fór hamförum. Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu. 🖤❤️#FTCFCM pic.twitter.com/RpVske0TaA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 13, 2024 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Sjá meira
Hákon Arnar og félagar voru marki yfir eftir fyrri leik liðanna í Frakklandi og lengi vel stefndi í að liðið myndi tryggja sig áfram í venjulegum leiktíma. Hákon Arnar nældi sér í gult spjald undir lok venjulegs leiktíma en þegar komið var eina mínútu inn í uppbótartíma leiksins skoruðu heimamenn mark sem þýddi að leikurinn fór í framlengingu. Markið var heldur klaufalegt en um var að ræða sjálfsmark Bafode Diakite eftir að gamla brýnið Edin Džeko böðlaði boltanum í Diakite og þaðan í netið. Staðan því 1-0 að loknum venjulegum leiktíma og því var gripið til framlengingar. Hákon Arnar var ekinn af velli á 98. mínútu en tíu mínútum síðar urðu gestirnir fyrir áfalli þegar Aissa Mandi var sendur í bað eftir gróft brot. Dramatíkinni var þó ekki lokið þar sem Lille fékk vítaspyrnu undir lok framlengingarinnar. Jonathan David skoraði úr spyrnunni og tryggði Lille ótrúlegan sigur og Lille því komið í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið mætir annað hvort Slavía Prag frá Tékklandi eða Union Saint-Gilloise frá Belgíu. ❌ Jose Mourinho's Fenerbahce have been knocked out of the Champions League third qualifying round by Lille.Mourinho's side go into the Europa League group stage. pic.twitter.com/ZISvWGYzLE— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) August 13, 2024 Elías Rafn og félagar í Midtjylland eru einnig komnir í umspil eftir jafntefli í Ungverjalandi þar sem íslenski markvörðurinn fór hamförum. Midtjylland mætir Slovan Bratislava í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu. 🖤❤️#FTCFCM pic.twitter.com/RpVske0TaA— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 13, 2024
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Fleiri fréttir Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Sjá meira