Vinsældir hans hafa þó dalað mikið síðustu misserin í skugga ásakana um spillingu innan flokks hans og í ljósi lélegrar stöðu japanska jensins. Nú nýtur hann aðeins stuðnings um 16 prósent landsmanna og hefur forsætisráðherra ekki fengið svo slaka útkomu í könnunum þar í landi í rúman áratug.
Kishida segir að breytingar innan flokksins séu nauðsynlegar og því hafi hann ákveðið að hverfa á brott og að nýr leiðtogi verði valinn í gagnsærri og frjálsri atkvæðagreiðslu. Næstu þingkosningar í Japan eru á næsta ári, en Frjálslyndir demókratar hafa verið við völd meira og minna frá árinu 1955.