Gallagher farinn frá Madríd og aftur til Chelsea Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 15:46 Conor Gallagher hélt hann yrði leikmaður Atlético Madrid en er nú mættur aftur á æfingar hjá Chelsea. Darren Walsh/Chelsea FC via Getty Images Óvíst er hvort Atlético Madrid takist að fjármagna félagaskipti Conors Gallagher frá Chelsea. Samningar voru í höfn en Chelsea hefur kallað leikmanninn aftur til sín. Chelsea samþykkti 33 milljóna punda tilboð Atlético í leikmanninn. Samkomulag náðist um laun og læknisskoðun var frágengin en nú hefur Gallagher flogið frá Madríd og aftur til Lundúna. Hann hafði æft með Atlético síðustu daga, spenna var fyrir skiptunum og þau voru vel auglýst á samfélagsmiðlum. Conor Gallagher visitó el Cívitas @Metropolitano mientras Atlético de Madrid y Chelsea FC ultiman su traspaso. pic.twitter.com/yKDEl9v3LA— Atlético de Madrid (@Atleti) August 9, 2024 Gallagher hefur nú farið aftur til Chelsea og mun gangast undir hefðbundna læknisskoðun og þolmælingar eins og leikmenn gera alltaf þegar þeir snúa úr sumarfríum. Atlético treysti á að selja sóknarmanninn Samu Omorodion til Chelsea til að fjármagna kaupin, en þær viðræður féllu niður um helgina. Nú hefur Atlético boðið Chelsea að kaupa Joao Felix, sem eyddi hálfu tímabili á láni hjá Chelsea árið 2023. Svo greindi framkvæmdastjóri Valencia frá því að Atlético hafi viljað hætta við kaupin á Gallagher og sækja frekar Javi Guerra frá Valencia, en þær viðræður hafa einnig staðnað. Tæpar þrjár vikur eru þar til félagaskiptaglugginn lokar og óvíst er hvort gengið verði frá kaupum á Gallagher. Sem stendur er hann enn þá leikmaður Chelsea og mun æfa með félaginu þar til annað kemur í ljós. Enski boltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira
Chelsea samþykkti 33 milljóna punda tilboð Atlético í leikmanninn. Samkomulag náðist um laun og læknisskoðun var frágengin en nú hefur Gallagher flogið frá Madríd og aftur til Lundúna. Hann hafði æft með Atlético síðustu daga, spenna var fyrir skiptunum og þau voru vel auglýst á samfélagsmiðlum. Conor Gallagher visitó el Cívitas @Metropolitano mientras Atlético de Madrid y Chelsea FC ultiman su traspaso. pic.twitter.com/yKDEl9v3LA— Atlético de Madrid (@Atleti) August 9, 2024 Gallagher hefur nú farið aftur til Chelsea og mun gangast undir hefðbundna læknisskoðun og þolmælingar eins og leikmenn gera alltaf þegar þeir snúa úr sumarfríum. Atlético treysti á að selja sóknarmanninn Samu Omorodion til Chelsea til að fjármagna kaupin, en þær viðræður féllu niður um helgina. Nú hefur Atlético boðið Chelsea að kaupa Joao Felix, sem eyddi hálfu tímabili á láni hjá Chelsea árið 2023. Svo greindi framkvæmdastjóri Valencia frá því að Atlético hafi viljað hætta við kaupin á Gallagher og sækja frekar Javi Guerra frá Valencia, en þær viðræður hafa einnig staðnað. Tæpar þrjár vikur eru þar til félagaskiptaglugginn lokar og óvíst er hvort gengið verði frá kaupum á Gallagher. Sem stendur er hann enn þá leikmaður Chelsea og mun æfa með félaginu þar til annað kemur í ljós.
Enski boltinn Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Sjá meira