Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 14:06 Konan lést úr ofnæmislosti eftir að hún borðaði á veitingastað í Disney World-skemmtigarðinum á Flórída í október 2023. Vísir/EPA Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga. Disney Bandaríkin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga.
Disney Bandaríkin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent