Cloé, sem er 31 árs, hóf atvinnumannaferil sinn á Íslandi og spilaði með ÍBV í fjögur ár, og skoraði alls 54 mörk í 79 leikjum í efstu deild hér á landi.
Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt, og valdi sér millinafnið Eyja, en spilaði aldrei fyrir íslenska landsliðið. Hún komst hins vegar inn í kanadíska landsliðið sem hún lék til að mynda með á Ólympíuleikunum í sumar. Þar gekk mikið á hjá liðinu vegna drónanjósna en Kanada komst þó í 8-liða úrslit þar sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni gegn Þýskalandi.
Cloé lék eina leiktíð með Arsenal og skoraði í vetur fimm mörk í 28 leikjum, eftir að hafa verið hjá Benfica í Portúgal í fjögur ár. Nú er hún farin í bandarísku úrvalsdeildina.
Lið Utah Royals hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni og er í 14. sæti með aðeins tvo sigra í 16 leikjum. Þjálfarinn Amy Rodriguez var rekin í júní og stýrir Jimmy Coenraets liðinu út tímabilið.