Segir verkfræðinga á villigötum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:04 Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. sa Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira
Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Sjá meira