Segir verkfræðinga á villigötum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 08:04 Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs SA. sa Forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins hafnar því sem forsvarsmenn Verkfræðingafélagsins hafa haldið fram um að samtökin hafi of mikil völd þegar það komi að gerð kjarasamninga og meti menntun ekki jafn mikils og áður. Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Í gær var greint frá óánægju meðal verkfræðinga vegna samningsaðferða SA. Í aðsendri grein á Vísi fóru þeir Gunnar Sigvaldason formaður Kjaranefndar og Árni Björnsson formaður Verkfræðingafélagsins mikinn. Gunnar vísaði til skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans þar sem fram kemur að kaupmáttur verkfræðinga og annarra háskólahópa hafi ekki aukist frá aldamótum á meðan kaupmáttur ófaglærðra hafi aukist hlutfallslega um 29 prósent. „Þetta eru í raun ekki samningaviðræður. Þetta eru bara viðræður um að við skrifum undir fjögurra ára samning...af því það er einhver annar búinn að semja um þetta fyrir okkur, sem eiga í raun ekkert skylt við okkar stéttarfélag,“ sagði Gunnar í samtali við fréttastofu í gær. Engar launatöflur Ragnar Árnason forstöðumaður vinnumarkaðssviðs hafnar þessum málflutningi. „Þegar það kemur að ákvörðun launa, þá semja Samtök atvinnulífsins ekki um laun háskólamenntaðra sem vinna á almennum vinnumarkaði. Þeir semja bara við sinn atvinnurekanda um launin. Almennir kjarasamningar SA við Verkfræðingafélagið, og aðildafélög BHM, hafa ekki að geyma launatöflur.“ Um réttindasamninga sé að ræða. Samið sé um vinnutíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarfrest og slíkt. „Þetta eru kjarasamningar sem eru ótímabundnir, þeir eru ekki endurnýjaðir á þriggja eða fjögurra ára fresti heldur bara eftir því sem þörf krefur og breytingar verða á ákvæðum á vinnumarkaði.“ Það séu hins vegar sérsamningar sem séu gerðir, til dæmis fyrir hálfopinber fyrirtæki, sem SA komi að og hafi að geyma almenn ákvæði um launahækkanir. „En það er ekki kveðið á um það hvað beri að greiða í laun, þannig það eru engir lágmarkstaxtar. Verkfræðingur sem ræður sig inn til fyrirtækis semur bara um tiltekin laun. Og við erum alveg sammála því að þau eigi að ráðast meðal annars af menntun. Það er alveg skýrt.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira