Forsetagæinn hyggst hlaupa sitt lengsta hlaup til þessa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 20:01 Björn er spenntur fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Vísir Forsetagæinn Björn Skúlason eiginmaður Höllu Tómasdóttur forseta Íslands, hyggst hlaupa hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Um er að ræða hans lengsta hlaup til þessa en hann safnar áheitum fyrir Píeta samtökin. „Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins. Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Menningarnótt er ein af mínum uppáhalds hátíðum og það er fátt skemmtilegra en að byrja daginn á því að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu. Ég hef tvisvar sinnum tekið þátt, bæði skiptin hljóp ég tíu kílómetra og heillaðist algjörlega af stemningunni og gleðinni sem var við völd,“ segir Björn í samtali við Vísi. „Í þetta skiptið ætla ég að hlaupa hálft maraþon og mun það vera lengsta hlaupið mitt til þessa. Þegar við vorum í framboðinu þá var lítill tími til að sinna einhverri líkamsrækt en ég komst nokkrum sinnum út að hlaupa og hef verið að halda því við síðustu vikur.“ Týnir sér iðulega á hlaupum Björn er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og stundaði þar bæði körfubolta og fótbolta. Hann lék með úrvalsdeildarliði bæjarins í fótbolta og spilaði líka eitt tímabil með KR árið 1996. Svo spilaði Björn með knattspyrnuliði síns háskóla í Alabama í Bandaríkjunum. „Eftir að ég hætti í knattspyrnunni hef ég reglulega tekið tímabil sem ég hleyp og finnst alveg ljómandi að hlusta á eitthvað gott hlaðvarp og skokka. Þannig hef ég einnig lært að þekkja inn á þær borgir sem ég hef búið í erlendis, eða er að heimsækja. Þá hleyp ég af stað út í óvissuna og „týnist,“ iðulega en fyrir vikið þá kynnist ég hverfum og svæðum sem ég hefði aldrei annars endað í.“ Björn ræddi við fréttastofu ásamt eiginkonu sinni Höllu Tómasdóttur forseta Íslands þegar þau fóru á Bessastaði í fyrsta sinn. Þar sagði hann að sér litist best á uppástungu frú Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands sem sagði að hann ætti að kalla „forsetagæja.“ Vonast til að ná að klára Björn segist vera mjög spenntur fyrir hlaupinu á Menningarnótt. Þar sé ótrúleg gleði og samhugur, eitthvað sem hann vill alls ekki missa af. Fallegt sé að sjá hve margir séu duglegir að safna fyrir samtök sem standa þeim næst. „Í ár ætla ég að hlaupa fyrir Píeta samtökin, en við hjónin viljum leggja áherslu á umræðu um andlega heilsu og tala um þá miklu aukningu sem hefur átt sér stað á fólki með kvíða og þunglyndi sem og sjáfsskaða og sjálfsvígum. Við þurfum að standa saman og hjálpa ástvinum okkar en við þurfum að gera meira. Við þurfum að komast að rótum vandans og vinna í forvörnum.“ Björn segist ekki hafa sett sér nein ákveðin markmið fyrir hlaupið. „Til þess hef ég ekki verið að æfa nægilega markvisst, en ég vonast til að klára og ég verð mjög sáttur ef ég næ að gera það undir einni klukkustund og 55 mínútum.“ Heita má á Björn á vef Reykjavíkurmaraþonsins.
Menningarnótt Reykjavíkurmaraþon Forseti Íslands Tengdar fréttir Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Fyrsti karlmakinn á Bessastöðum: „Draumaútkoman varð að veruleika” Björn Skúlason er eiginmaður Höllu Tómasdóttur til tuttugu ára. Björn er uppalin í Grindavík og starfar sem kokkur. Björn spilaði lengi fótbolta og æfir í dag Crossfit. Björn og Halla eiga saman tvö börn, Tómas Björn og Auði Ínu. 2. júní 2024 13:50