Kaupverðið klárt og Albert á leið í fjólublátt Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2024 21:10 Albert Guðmundsson raðaði inn mörkum fyrir Genoa á síðustu leiktíð. Getty/Simone Arveda Knattspyrnumaðurinn Albert Guðmundsson er á leið í læknisskoðun hjá ítalska félaginu Fiorentina á morgun og hefur félagið samið um kaup á honum frá Genoa. Frá þessu greinir meðal annars einn helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, Fabrizio Romano, sem segir að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu. Það sem helst stóð í vegi fyrir kaupunum var að Genoa vildi reyna að fylla í skarðið fyrir Albert og það virðist vera að takast með kaupum félagsins á Ítalanum Andrea Pinamonti frá Sassuolo. 🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024 Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum var Albert í sumar ákærður fyrir nauðgun en ekki er minnst á það mál í fréttum ítalskra miðla og ljóst að þó að ekki sé komin niðurstaða í það mál þá virðist það ekki koma í veg fyrir að hann fari til Fiorentina. Albert átti frábæra leiktíð í ítölsku A-deildinni síðasta vetur og skoraði fjórtán mörk fyrir Genoa. Hann hefur því vakið athygli stærri félaga og meðal annars verið orðaður við enska félagið Tottenham. Nú er allt útlit fyrir að Albert endi hjá Fiorentina sem hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira
Frá þessu greinir meðal annars einn helsti sérfræðingur heims um félagaskipti í fótboltanum, Fabrizio Romano, sem segir að Fiorentina muni greiða 8 milljónir evra fyrir að fá Albert að láni, með klásúlu um kaup fyrir 17 milljónir evra sem gætu orðið skylda, auk þriggja milljóna evra í aukagreiðslu. Það sem helst stóð í vegi fyrir kaupunum var að Genoa vildi reyna að fylla í skarðið fyrir Albert og það virðist vera að takast með kaupum félagsins á Ítalanum Andrea Pinamonti frá Sassuolo. 🟣⚜️ Albert Gudmundsson has been authorized to travel on Friday with medical tests to follow at Fiorentina in 24h.€8m loan fee, €17m buy clause that could become mandatory and €3m add-ons to Genoa.Genoa sign Pinamonti… and Juve now wait for green light for Nico González. pic.twitter.com/1x3pls8gke— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 15, 2024 Eins og greint hefur verið frá í íslenskum fjölmiðlum var Albert í sumar ákærður fyrir nauðgun en ekki er minnst á það mál í fréttum ítalskra miðla og ljóst að þó að ekki sé komin niðurstaða í það mál þá virðist það ekki koma í veg fyrir að hann fari til Fiorentina. Albert átti frábæra leiktíð í ítölsku A-deildinni síðasta vetur og skoraði fjórtán mörk fyrir Genoa. Hann hefur því vakið athygli stærri félaga og meðal annars verið orðaður við enska félagið Tottenham. Nú er allt útlit fyrir að Albert endi hjá Fiorentina sem hafnaði í 8. sæti ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð og kom sér í Sambandsdeild Evrópu. Fyrsta umferð ítölsku deildarinnar er um helgina og þar mætir Fiorentina liði Parma á útivelli á laugardaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Sjá meira