Er eitt næturgaman þess virði? Reynir Böðvarsson skrifar 16. ágúst 2024 10:30 Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það ætti öllum að vera ljóst að stór hluti þess vanda sem lýðræðið á vesturlöndum á að glíma við á sér rætur í áhrifum auðmanna á allt lýðræðisferlið. Við erum að horfa upp á hrun hins opna frjálslynda samfélags víða í löndunum og ástandið virðist bara fara versnandi, auðmenn moka fjármunum í hægriflokka og staldra ekki einu sinni við þegar hefðbundnir íhaldsflokkar sækja stuðning í sambandi við stjórnarmyndanir hjá öfgahægrinu, flokkum sem eiga sér rætur í fasismanum. Fyrir utan stór bein fjárframlög til hægriflokka þar sem það er leyfilegt er framkvæmdin oft flóknari vegna reglna sem víða er þó reynt að setja til þess að stefja þessa ágengni. En rekstur fjölmiðla virðist af einhverjum ástæðum vera undantekin þegar kemur að reglum um pólitíska íhlutun auðmanna, þar er kannski stærsta lýðræðisvandamálið nú bæði hér á Íslandi og hjá öðrum vestrænum ríkjum. Eigendur fjölmiðla í vestrænum heimi eru að stórum hluta nokkur fá stór fyrirtæki og auðugir einstaklingar. Rupert Murdoch og fjölmiðlaveldi hans, sem nær yfir News Corp og Fox Corporation, hefur mikil áhrif í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu. Og nú eru fyrirtæki eins og Google, Facebook og Amazon stjórna í auknum mæli dreifingu stafræns efnis og þarmeð auglýsingatekjum á netinu, sem hefur óbeint áhrif á innihald í gegnum reiknirit og auglýsingatekjur. Þegar fá fyrirtæki stjórna stórum hluta fjölmiðla takmarkast fjöldi skoðana og sjónarmiða sem ná almenningi, eigendur fjölmiðla geta því haft veruleg pólitísk áhrif og mótað almenna skoðun og stefnumótun. Hagnaðarsjónarmið leiða oft til æsifrétta og forgangs á skemmtiefni fram yfir upplýsandi blaðamennsku. Erum við tilbúin til þess að bara horfa á þrotlausa baráttu vinstrisins og verkalýðsfélaga á síðustu öld bara renna út í sandinn á þennan hátt og fórna lýðræðinu fyrir eitt næturgaman? Höfundur er jarðskjálftafræðingur á eftirlaunum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun