Gagnrýnir tvískinnung borgaryfirvalda með orlofsgreiðslur Dags Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2024 10:52 Sólveig Anna telur að Dagur njóti kjara sem borgin vill ekki að almennir starfsmenn fái. Vísir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, furðar sig á tíu milljóna króna orlofsgreiðslu Reykjavíkurborgar til Dags B. Eggertssonar í ljósi þess að borgin hafi reynt að koma í veg fyrir að almennir starfsmenn geti flutt orlofsdaga á milli ára. Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær. Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira
Milljóna króna orlofsgreiðsla borginnar til Dags við starsflok hans sem borgarstjóra sætir nú gagnrýni. Greiðslan er vegna uppsafnaðs leyfis sem Dagur segist ekki hafa haft tök á að nýta sér á þeim áratug sem hann var borgarstjóri. Formaður Eflingar rifjar upp í Facebook-færslu að Reykjavíkurborg hafi krafist þess við kjarasamningagerð árið 2020 að uppsafnað orlof starfsmanna félli niður nýttu þeir það ekki innan þriggja ára. Alþýðusambandið hafi varað borgina við að slík sjálfkrafa fyrning áunnins orlofs væri ólögleg. Borgin hafi þannig ekki treyst sér til þes að taka upp ónýtt orlofs starfsmanna, að því er Sólveig Anna segist best vita til. Yfirvöld hafi engu að síður ekki viljað fallast á afstöðu ASÍ um að slíkt sé óheimilt. „En nú kemur í ljós að þegar um borgarstjóra er að ræða, hæst launaða einstaklings borgarkerfisins og þann valdamesta, virðist ekkert standa í vegi fyrir því að flytja daga á milli orlofstímabila árum saman, og fá þá svo alla greidda út við starfslok,“ skrifar Sólveig Anna sem vitnar í Biblíuvers máli sínu til áherslu. „Það er ekki sama Jón og séra Jón,“ segir hún. Dagur segist sjálfur alltaf hafa reynt að taka sumarfrí öll árin sem hann var borgarstjóri en honum hafi aldrei tekist að fullnýta það. Hann hafi yfirleitt átt eina til tvær vikur eftir ónýttar. „Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ sagði Dagur í gær.
Reykjavík Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Sjá meira