„Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 13:31 Pétur Pétursson og Nik Chamberlain handléku Mjólkurbikarinn í höfuðstöðvum KSÍ. vísir / arnar „Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Sjá meira
„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki