„Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 13:31 Pétur Pétursson og Nik Chamberlain handléku Mjólkurbikarinn í höfuðstöðvum KSÍ. vísir / arnar „Það er bara fínt, heiður að komast í þennan leik, bikarúrslitaleik og mæta á Laugardalsvöll. Þannig að það er ekkert stress í okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals sem spilar bikarúrslitaleik gegn Breiðabliki í kvöld. Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Um er að ræða tvö fremstu félögin í íslenskum fótbolta, þau langsigursælustu undanfarin ár og hörð barátta hefur verið háð í viðureignum liðanna. „Þetta eru náttúrulega tvö bestu liðin og dagsformið skiptir máli, hvernig stemningin er. Það er leikur sem er löngu búinn og skiptir engu máli. Nýr leikur í dag, það er annað upplegg og annar leikur,“ svaraði Pétur þegar hann var spurður út í síðasta leik liðanna sem Valur vann 1-0 á heimavelli. Fyrr í sumar vann Breiðablik 2-1 gegn Val á Kópavogsvelli. Dagsformið skiptir sannarlega máli. Pælir ekki í andstæðingnum Breytingar urðu á báðum liðum í félagaskiptaglugganum. Valur seldi Amöndu Andradóttur til Twente og kvaddi sömuleiðis Aldísi Jóhannesdóttur og Hönnu Kallmaier. Natasha Moraa Anasi gekk til liðs við félagið frá Brann í Noregi, Helena Ósk Hálfdánardóttir var fengin frá FH og hin unga og efnilega Katla Guðný Magnúsdóttir frá Tindastóli. Þá hefur Valur einnig endurheimt leikmenn úr meiðslum og Pétur hefur að velja úr fullskipuðum hópi. Breiðablik styrkti sig sömuleiðis og gæti frumsýnt nýjan framherja, markahrókinn Samönthu Smith sem kom frá FHL, en Pétur pælir ekki í því. „Ég hef engar áhyggjur af öðrum liðum, bara áhyggjur af mínu liði. Mitt lið er bara gott, búin að vera meiðsli í sumar en í undanförnum þremur, fjórum leikjum eru allir klárir.“ Klippa: Pétur Pétursson ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir „Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Íslenski boltinn Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
„Ef ég get verið í stuttbuxum og bol væri það frábært“ „Ég hlakka til, mjög mikið, við mætum fullar sjálfstrausts og á sigurbraut eftir síðasta leik,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks sem spilar bikarúrslitaleik gegn Val í kvöld. Hann gerir ráð fyrir hörkuleik eins og alltaf þegar þessi stórveldi mætast en vonar að veðrið hafi ekki eins mikil áhrif og í síðustu leikjum. 16. ágúst 2024 10:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti