Pétur Jökull hljóti að vera einstaklega óheppinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2024 14:20 Pétur Jökull hefur sætt gæsluvarðhaldi svo til óslitið síðan í febrúar þegar hann kom til landsins frá Taílandi. Hann sætir því eftirliti á leiðinni í dómssal. Snorri Sturluson verjandi hans er hér til vinstri. Vísir Saksóknari í stóra kókaínmálinu segir að Pétur Jökull Jónasson sé býsna óheppinn einstaklingur sé það algjör tilviljun hve margt bendi til þess að hann hafi verið viðriðinn innflutning á tæplega hundrað kílóum af kókaíni. Horfa verði til þess að lykilvitni í málinu sé stöðu sinnar vegna ekki stætt að staðfesta að hann hafi verið í samskiptum við Pétur Jökul. Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Málflutningur í málinu fór fram í dag. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara sagði vel hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri sekur í málinu. Fyrir það bæri að refsa með fangelsisdómi. Allt frá Daða hefði staðist Dagmar Ösp rifjaði í málflutningi sínum upp að nafn Péturs Jökuls hefði ekki komið upp við rannsókn málsins fyrr en fyrrnefndir fjórir höfðu verið handteknir. Við skýrslutöku yfir Daða Björnssyni, sem talinn er hafa verið neðstur í keðjunni og tók við efnunum við komuna til landsins, fengust vísbendingar sem leiddu lögreglu á spor Péturs Jökuls. Pétur Jökull hafi þá verið í Taílandi en ekki sinnt kalli lögreglu um að koma til landsins fyrr en í febrúar síðastliðnum þegar gefin hafði verið út handtökuskipun hjá alþjóðalögreglunni Interpol. Dagmar sagði þær upplýsingar sem fram hefðu komið í framburði Daða skömmu eftir handtöku hafa skipt lykilmáli varðandi gagnaöflun lögreglu í framhaldinu. Allt sem Daði hefði tjáð lögreglu hefði staðist. Gögn hefðu styrkt að Pétur Jökull væri sá Pétur hefði talað um. Það væri ekki lengur tilgáta heldur væri á því sterkur grunur. Býsna óheppinn Daði kom fyrir dóminn á mánudaginn og neitaði því að sá Pétur sem hann hefði talað um á sínum tíma væri ákærði í málinu, Pétur Jökull. Dagmar Ösp sagði mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir það stæði hann við framburð sinn hjá lögreglu. Daði hefði sagst aðeins hafa verið í samskiptum við einn mann. Hann hefði heitið Pétur þótt Daði hefði ekki gefið upp fullt nafn þessa Péturs. Hann hefði verið í sambandi við hann bæði í eigin persónu og gegnum síma. Hann hefði sótt Pétur í eitt skipti við Hótel Holt og gat lögregla með myndavélabúnaði sannreynt að Daði hefði sótt mann þangað á þeim tíma þótt ekki hefði sést framan í viðkomandi. Þá hefði Daði lýst Pétri sem ljóshærðum, stórgerðum og þrekvöxnum manni sem hefði verið klæddur í Stone Island peysu. Allt hlutir sem mætti heimfæra á útlit Péturs sem staðfesti að hafa átt slíka peysu. Mynd af Pétri í þannig peysu í hraðbanka staðfestu það sömuleiðis. Þá hefði Daði sagt Pétur búa nærri Kaffi Loka sem stendur við Lokastíg. Pétur Jökull átti heima við Lokastíg. Þá hefði hann komist að því að Pétur ætti fyrri dóm fyrir fíkniefnabrot. Það hefði hann séð með leit á Google. Lögreglumenn fundu við Google leit fjórtán ára gamlan dóm yfir Pétri Jökli á Google með því að leita að Pétri Jökli. Dóminn sem Daði hafði vísað til. Enginn dómur hefði komið upp með leitarorðinu Pétur. „Allt þetta gæti auðvitað verið hrein og klár tilviljun,“ sagði Dagmar Ösp og nefndi að Pétur Jökull væri býsna óheppinn að allt gæti átt við um hann. Alltaf sami „Pétur“ bak við dulnefnin Þá benti Dagmar á að fjölmörg gögn væru fyrir hendi sem sýndi svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri á bak við dulnefni huldumanns sem hefði verið í samskiptum við Daða Björnsson en einnig Birgi Halldórsson sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Sími Birgis var haldlagður við rannsókn málsins og þar mátti sjá samtal Birgis á Signal við notanda með ýmis dulnefni, þar á meðal Nonni. Birgir sagði við aðalmeðferðina í fyrra ekki vera til í að segja hver væri á bak við við dulnefnið. Dagmar Ösp saksóknari minnti á að Daði hefði verði í samskiptum við notendur með dulnöfnin Nonna, Harry og Trucker. Daði hefði sagt „Pétur“ vera að baki þeim öllu. Í á þriðja hundrað skilaboða milli Harry og Daða má sjá Harry stýra Daða. Þann 7. júlí 2022 hefðu Harry og Daði rætt að hittast svo Harry geti komið nýjum síma á Daða. Í sömu skilaboð sem sendu voru klukkan 15:12 sagðist Harry ætla á æfingu. Klukkan 15:10 sama dag skráði Pétur Jökull sig á æfingu í World Class í Laugum samkvæmt andlitsskannanum þar. 67 „kubbar“ til Harry og Svedda Saksóknari benti einnig á Pétur Jökull hefði verið staddur í Brasilíu einmitt á þeim tíma sem verið var að sýsla með efnin sem fóru falin í trjádrumbum í gám á leið í skip. Pétur Jökull hefði staðfest veru sína þar þó hann kannaðist ekkert við efnin. Þá var vísað til samtals notandans Harry við Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn, um fíkniefnaviðskipti sumarið 2022. Þar hefði verið rætt um fíkniefnaviðskipti og aðila sem kallaður var B og Harry ætli að vera í samskiptum við. Telur lögregla ljóst að þar hafi Pétur Jökull verið að segjast ætla að ræða við Birgi Halldórsson. Þeir hafi báðir verið staddir á Íslandi á þessum tíma. Í skilaboðunum milli Harry og Sverris Þórs er rætt um skiptingu á 100 kubbum sem lögregla telur að eigi við um kílóin hundrað af kókaíni. B eigi að fá 26 kubba, samstarfsaðilar sjö en Harry og Sverrir Þór eigi rest. Það sé Harry sem setji fram þessa skiptingu á efnunum. Í framhaldi tjái Harry Sverri að holurnar eigi að vera tilbúnar seinna um kvöldið, 15. júlí. Sama dag hafði Harry beðið Daða um að græja holur sem hann hafði keypt skóflur og fleira til. Til stóð að fela fíkniefnin í holum í Laugardalnum. Johnny Rotten ekki á Íslandi Samskipti á Signal eru lykilatriði í þeirri mynd sem saksóknari hefur teiknað upp til að lýsa því hvernig Pétur Jökull eigi að hafa stýrt aðgerðum en hulið slóð sína með því að skipta reglulega um notendanafn á Signal. Ýmist Harry, Nonni, Trucker, Patron Cartoon eða jafnvel Johnny Rotten. Í öllum tilfellum hafi verið um Pétur Jökul að ræða. Dagmar Ösp saksóknari benti á samskipti sem Sverrir Þór hefði verið í við aðila undir dulnefninu Johnny Rotten í júní 2022. Johnny Rotten hafi verið tengdur við símtæki á spænsku númeri. Athygli hafi vakið að Pétur Jökull var á Spáni á þessum tíma. Í framhaldinu hafi samskipti Johnny Rotten og Sverris hætt. Í hönd hafi farið samskipti Sverris Þórs við aðila undir dulnefninu Harry. Bæði Johnny Rotten og Harry séu að ræða um sömu hluti við Sverri Þór. Telur saksóknari að Pétur Jökull, sem kom til Íslands frá Spáni í júní, hafi við komuna til Íslands skipt um síma og haldið samtalinu áfram sem Harry. Patron Cartoon tók við af Harry Saksóknari sagði notanda með dulnefnið Patron Cartoon hafa verið í samskiptum við bæði Daða Björnsson og Sverri Þór. Í báðum tilfellum virðist Patron Cartoon hafa tekið við af notandanum Harry. Síðustu samskipti Harry við Daða voru 8. júní 2022 og tók Patron Cartoon við sama dag. Þá voru síðustu samskipti Harry við Sverri þann 6. júlí og tók Patron Cartoon við þann 8. júlí. Dagmar saksóknari sagði margt benda til þess að notandinn hafi losað sig við síma og búið til nýjan notanda undir dulnefninu Patron Cartoon. Í því samhengi nefndi hún að Harry hefði tjáð Sverri í skilaboðum að hann ætlaði að skipta um síma. Svo hefði Patron Cartoon mætt til leiks með skilaboðunum: „Nýtt tól“. „Vantaði eitthvað til að djamma“ Lögregla hafi svo með því að fylgjast með notandanum Patron Cartoon séð símann á bak við notandann ferðast frá Íslandi, til Þýskalands og þaðan til Taílands. Í framhaldinu hafi persónulegur sími Péturs Jökuls verið skoðaður og í ljós komið að hann ferðaðist sama dag frá Þýskalandi til Taílands. Þá sagði saksóknari rannsókn lögreglu á símagögnum sýna fram á að sími Péturs Jökuls og símans á bak við notandann Patron Cartoon hefðu sést á svipuðum stað á höfuðborgarsvæðinu áður en þeir fóru til Taílands. Flestar tengingar hafi verið nærri Lokastíg þar sem Pétur Jökull var til heimilis. Hún vísaði til orða sérfræðings í greiningu gagna sem kom fyrir dóminn sem sagði mjög óvanalegt að sjá svona margar tengingar milli tveggja símanúmera nema um væri að ræða par eða nána aðila. Líklegast væri sami aðili á bak við bæði númerin. Dagmar saksóknari benti líka á samskipti Patron Cartoon við Sverri þar sem augljóst hefði verið að umræðuefnið væri fíkniefni. Talað hefði verið um kubba, duft, kúlur og burðardýr. Á einhverjum tímapunkti hefði Patron Cartoon spurt hver hans hlutur yrði og líka tjáð honum að aðlil nákominn B væri í Kaupmannahöfn og „vantaði eitthvað til að djamma.“ Lögregla staðfesti að þegar þessi skilaboð voru send var viðkomandi aðili staddur í Kaupmannahöfn. Að lokum benti saksóknari á skilaboð frá Patron Cartoon til Sverris Þórs þann 5. ágúst þar sem hann óskaði eftir mikilvægu samtali. Þann 4. ágúst hafði lögregla ráðist til atlögu og handtekið Daða Björnsson, Birgi Halldórsson, Pál Jónsson og Jóhannes Pál Durr í tengslum við málið. Lagt hafði verið hald á kókaínið. Enskumælandi sem sagði „sælir“ Dagmar Ösp staldraði líka við notendanafnið Trucker sem var á taílensku númeri. Trucker hóf samskipti við Daða eftir komu Péturs Jökuls til Taílands. Á sama tíma hafi notandinn Nonni spjallað við Birgi. Dagmar vísaði til hljóðritunar á samtali sem Daði átti við Trucker úr iðnaðarbili í Gjáhellu í Hafnarfirði. Samtalið er óskýrt en þó ljóst að rætt er á íslensku. Á sama tíma fóru samskipti Daða og Truckers í skilaboðum á Signal fram á ensku. Dagmar segir það aðeins hafa verið til að villa um fyrir lögreglu. Ljóst sé að Íslendingar séu að ræða saman enda bregði fyrir orðum á borð við „sælir“ og „94 kubbar“. Notandinn á bak við Trucker og Nonna hafi gætt þess að tala alltaf við Daða sem Trucker og við Birgi sem Nonni. Það hafi verið gert til að koma ekki upp um tengsl aðila. Það hafi gengið vel allt þar til Trucker náði ekki í Daða þann 4. ágúst. Þann dag hafi bæði Trucker en líka Patron Cartoon reynt að ná í Daða og sömuleiðis hafi Birgir reynt það líka. Þarna hafi keðjan brotnað. Þá bætti Dagmar við að danskur sérfræðingur í raddgreiningu sem hlustaði á upptökuna sagði ekkert útiloka að það væri rödd Péturs Jökuls sem heyrðist í hleruðu símtalinu í Gjáhellu. Margt væri líkt með rödd ákærða og þeirri sem heyrðist. Niðurstaðan væri plús einn á skalanum mínus fjórir til plús fjórir. Daði í ómögulegri stöðu Dagmar Ösp saksóknar sagði að með hliðsjón af öllu framantöldu væri neitun Daða þess efnis að sá „Pétur“ sem hann hefði verið í samskiptum við væri Pétur Jökull Jónasson ótrúverðug. Líta yrði á framburð hans með hliðsjón af þeirri stöðu sem hann væri í. Ljóst hafi verið að Daða ætti að fórna ef eitthvað kæmi upp á. Hann hefði átt að sækja efnin, aka með þau um höfuðborgarsvæðið, grafa holu og koma þeim fyrir. Taka mesta áhættuna. Á meðan hefðu þeir sem stóðu ofar í keðjunni getað verið stikkfrí og sagst aldrei hafa komið nálægt efnunum. Birgir Halldórsson og Pétur Jökull virðist hafa stýrt keðjunni þar sem Páll Jónsson timbursali og Jóhannes Páll Durr voru neðar. Daði Björnsson svo á botninum. Pétur Jökull hafi fengið Daða til verksins og stýrt honum í einu og öllu. „Þegar horft er til stöðu Daða er það mat sækjanda að honum hafi ekki verið stætt annað en að segja að ekki væri um Pétur Jökul að ræða,“ sagði Dagmar Ösp. Myndbendingin hefðu engu breytt varðandi þann framburð Daða sem hefði ekkert viljað opna sig um aðkomu „Péturs“ að málinu eftir að hann gaf skýrslu á rannsóknarstigi. Telur engar líkur á öðrum en Pétri Jökli Dagmar Ösp sagði að auðvelt væri í málinu að taka hvert og eitt atriði sem hún hefði bent á og segja að það gæti átt við um marga. „En það er einfaldlega ekki þannig að öll þessi atriði geti átt við um marga,“ sagði Dagmar og vísaði til líkinda í lottó þar sem líkur á að fá allar fimm tölurnar réttar væru stjarnfræðilega litlar. Maðurinn héti Pétur að fyrsta nafni, útlitið passaði vel, ferð í ræktina á vissum tíma, föt sem hann klæddist, búseta nærri Kaffi Loka og hefði áður hlotið dóm fyrir fíkniefnaviðskipti. Hann hefði verið á Spáni þegar notandi undir dulnefni á spænsku númeri hefði hafið samtal, verið í Brasilíu þegar gámurinn með efnunum var sendur til Íslands, ferðast frá Þýskalandi til Taílands á sama tíma og númer sem huldumaður notaði auk þess að þekkja til Birgis Halldórssonar og Daða Björnssonar. Við bættist að sérfræðingur í raddgreiningu gæti ekki útilokað að rödd Péturs hefði náðst á upptöku. Líkurnar á því að einhver annar gæti verið þar á ferð væru litlar sem engar. Því bæri að sakfella hann fyrir aðild að fíkniefnainnflutningnum. Jafnvel hærri í keðjunni en Birgir Saksóknari gerir almennt kröfu um þyngd refsingu í málflutningi sínum. Dagmar sagði mikilvægt að horfa til þess hver þáttur Péturs Jökuls hefði verið. Af gögnum málsins væri augljóst að Pétur Jökull hefði fengið Daða til verksins og stýrt öllum hans aðgerðum. Pétur Jökull hafi verið í svipuðu hlutverki og Birgir Halldórsson hvað þetta varði. Útvegað mönnum neðar í keðjunni síma og sagt þeim fyrir verkum. Þá minnti Dagmar Ösp á að Sverrir Þór Gunnarsson væri talinn viðriðinn málið. Ólíkt Birgi þá hefði Pétur Jökull virst hafa verið í samskiptum við Sverri Þór. Til dæmis þegar rætt var um hlut hvers og eins. Þá hafi Birgir átt að fá sinn skammt en 67 kubbar hafi svo átt að vera Péturs Jökuls og Sverris Þórs. „Söluverðmæti slíks magns er gríðarlegt,“ sagði Dagmar. Miðað við upplýsingar SÁÁ um götuvirði má telja að virði um 67 kílóa af sterku kókaíni sé vel á annan milljarð íslenskra króna. Fordæmalaust magn og einbeittur brotavilji Þá þyrfti að hafa í huga að Pétur Jökull hefði alfarið neitað sök. Fjórmenningarnir sem þegar hefðu hlotið dóm hefðu að einhverju leyti játað þótt þeir hefðu dregið úr sínum þætti málsins og talið um miklu minna magn að ræða. Í þeim dómi hefði verið metið til refsiþyngingar að brotin voru framin í félagi. Það hefði verið verkaskipting og um að ræða fordæmalaust magn af háum styrkleika sem stóð til selja og dreifa. Efnin væru hættuleg, brotavilji einbeittur og verknaðurinn þaulskipulagður. Var það mat saksóknara að einu málsbætur Péturs Jökuls voru þær þegar hann kom til landsins í febrúar eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol. Algjör lágmarksrefsing væri sex og hálfs árs fangelsi með hliðsjón af dómunum sem þegar hafa fallið í málinu. Þar hlaut Birgir Halldórsson sex og hálfs árs fangelsi. Aðalmeðferð málsins er lokið og má reikna með dómsuppsögu innan fjögurra vikna. Gert verður grein fyrir málsvörnum Snorra Sturlusonar, verjanda Péturs Jökuls, í annarri frétt hér á Vísi. Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34 Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. 12. ágúst 2024 12:17 Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Aðalmeðferð í stóra kókaínmálinu heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur Jökull Jónasson er ákærður fyrir aðild að innflutningi á tæplega hundrað kílóum af kókaíni hingað til lands sumarið 2022. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu og telur lögregla að Pétur Jökull hafi verið í lykilhlutverki við skipulagningu innflutningsins. Málflutningur í málinu fór fram í dag. Dagmar Ösp Vésteinsdóttir saksóknari hjá héraðssaksóknara sagði vel hafið yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri sekur í málinu. Fyrir það bæri að refsa með fangelsisdómi. Allt frá Daða hefði staðist Dagmar Ösp rifjaði í málflutningi sínum upp að nafn Péturs Jökuls hefði ekki komið upp við rannsókn málsins fyrr en fyrrnefndir fjórir höfðu verið handteknir. Við skýrslutöku yfir Daða Björnssyni, sem talinn er hafa verið neðstur í keðjunni og tók við efnunum við komuna til landsins, fengust vísbendingar sem leiddu lögreglu á spor Péturs Jökuls. Pétur Jökull hafi þá verið í Taílandi en ekki sinnt kalli lögreglu um að koma til landsins fyrr en í febrúar síðastliðnum þegar gefin hafði verið út handtökuskipun hjá alþjóðalögreglunni Interpol. Dagmar sagði þær upplýsingar sem fram hefðu komið í framburði Daða skömmu eftir handtöku hafa skipt lykilmáli varðandi gagnaöflun lögreglu í framhaldinu. Allt sem Daði hefði tjáð lögreglu hefði staðist. Gögn hefðu styrkt að Pétur Jökull væri sá Pétur hefði talað um. Það væri ekki lengur tilgáta heldur væri á því sterkur grunur. Býsna óheppinn Daði kom fyrir dóminn á mánudaginn og neitaði því að sá Pétur sem hann hefði talað um á sínum tíma væri ákærði í málinu, Pétur Jökull. Dagmar Ösp sagði mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir það stæði hann við framburð sinn hjá lögreglu. Daði hefði sagst aðeins hafa verið í samskiptum við einn mann. Hann hefði heitið Pétur þótt Daði hefði ekki gefið upp fullt nafn þessa Péturs. Hann hefði verið í sambandi við hann bæði í eigin persónu og gegnum síma. Hann hefði sótt Pétur í eitt skipti við Hótel Holt og gat lögregla með myndavélabúnaði sannreynt að Daði hefði sótt mann þangað á þeim tíma þótt ekki hefði sést framan í viðkomandi. Þá hefði Daði lýst Pétri sem ljóshærðum, stórgerðum og þrekvöxnum manni sem hefði verið klæddur í Stone Island peysu. Allt hlutir sem mætti heimfæra á útlit Péturs sem staðfesti að hafa átt slíka peysu. Mynd af Pétri í þannig peysu í hraðbanka staðfestu það sömuleiðis. Þá hefði Daði sagt Pétur búa nærri Kaffi Loka sem stendur við Lokastíg. Pétur Jökull átti heima við Lokastíg. Þá hefði hann komist að því að Pétur ætti fyrri dóm fyrir fíkniefnabrot. Það hefði hann séð með leit á Google. Lögreglumenn fundu við Google leit fjórtán ára gamlan dóm yfir Pétri Jökli á Google með því að leita að Pétri Jökli. Dóminn sem Daði hafði vísað til. Enginn dómur hefði komið upp með leitarorðinu Pétur. „Allt þetta gæti auðvitað verið hrein og klár tilviljun,“ sagði Dagmar Ösp og nefndi að Pétur Jökull væri býsna óheppinn að allt gæti átt við um hann. Alltaf sami „Pétur“ bak við dulnefnin Þá benti Dagmar á að fjölmörg gögn væru fyrir hendi sem sýndi svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa að Pétur Jökull væri á bak við dulnefni huldumanns sem hefði verið í samskiptum við Daða Björnsson en einnig Birgi Halldórsson sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi fyrir sinn þátt í málinu. Sími Birgis var haldlagður við rannsókn málsins og þar mátti sjá samtal Birgis á Signal við notanda með ýmis dulnefni, þar á meðal Nonni. Birgir sagði við aðalmeðferðina í fyrra ekki vera til í að segja hver væri á bak við við dulnefnið. Dagmar Ösp saksóknari minnti á að Daði hefði verði í samskiptum við notendur með dulnöfnin Nonna, Harry og Trucker. Daði hefði sagt „Pétur“ vera að baki þeim öllu. Í á þriðja hundrað skilaboða milli Harry og Daða má sjá Harry stýra Daða. Þann 7. júlí 2022 hefðu Harry og Daði rætt að hittast svo Harry geti komið nýjum síma á Daða. Í sömu skilaboð sem sendu voru klukkan 15:12 sagðist Harry ætla á æfingu. Klukkan 15:10 sama dag skráði Pétur Jökull sig á æfingu í World Class í Laugum samkvæmt andlitsskannanum þar. 67 „kubbar“ til Harry og Svedda Saksóknari benti einnig á Pétur Jökull hefði verið staddur í Brasilíu einmitt á þeim tíma sem verið var að sýsla með efnin sem fóru falin í trjádrumbum í gám á leið í skip. Pétur Jökull hefði staðfest veru sína þar þó hann kannaðist ekkert við efnin. Þá var vísað til samtals notandans Harry við Sverri Þór Gunnarsson, Svedda tönn, um fíkniefnaviðskipti sumarið 2022. Þar hefði verið rætt um fíkniefnaviðskipti og aðila sem kallaður var B og Harry ætli að vera í samskiptum við. Telur lögregla ljóst að þar hafi Pétur Jökull verið að segjast ætla að ræða við Birgi Halldórsson. Þeir hafi báðir verið staddir á Íslandi á þessum tíma. Í skilaboðunum milli Harry og Sverris Þórs er rætt um skiptingu á 100 kubbum sem lögregla telur að eigi við um kílóin hundrað af kókaíni. B eigi að fá 26 kubba, samstarfsaðilar sjö en Harry og Sverrir Þór eigi rest. Það sé Harry sem setji fram þessa skiptingu á efnunum. Í framhaldi tjái Harry Sverri að holurnar eigi að vera tilbúnar seinna um kvöldið, 15. júlí. Sama dag hafði Harry beðið Daða um að græja holur sem hann hafði keypt skóflur og fleira til. Til stóð að fela fíkniefnin í holum í Laugardalnum. Johnny Rotten ekki á Íslandi Samskipti á Signal eru lykilatriði í þeirri mynd sem saksóknari hefur teiknað upp til að lýsa því hvernig Pétur Jökull eigi að hafa stýrt aðgerðum en hulið slóð sína með því að skipta reglulega um notendanafn á Signal. Ýmist Harry, Nonni, Trucker, Patron Cartoon eða jafnvel Johnny Rotten. Í öllum tilfellum hafi verið um Pétur Jökul að ræða. Dagmar Ösp saksóknari benti á samskipti sem Sverrir Þór hefði verið í við aðila undir dulnefninu Johnny Rotten í júní 2022. Johnny Rotten hafi verið tengdur við símtæki á spænsku númeri. Athygli hafi vakið að Pétur Jökull var á Spáni á þessum tíma. Í framhaldinu hafi samskipti Johnny Rotten og Sverris hætt. Í hönd hafi farið samskipti Sverris Þórs við aðila undir dulnefninu Harry. Bæði Johnny Rotten og Harry séu að ræða um sömu hluti við Sverri Þór. Telur saksóknari að Pétur Jökull, sem kom til Íslands frá Spáni í júní, hafi við komuna til Íslands skipt um síma og haldið samtalinu áfram sem Harry. Patron Cartoon tók við af Harry Saksóknari sagði notanda með dulnefnið Patron Cartoon hafa verið í samskiptum við bæði Daða Björnsson og Sverri Þór. Í báðum tilfellum virðist Patron Cartoon hafa tekið við af notandanum Harry. Síðustu samskipti Harry við Daða voru 8. júní 2022 og tók Patron Cartoon við sama dag. Þá voru síðustu samskipti Harry við Sverri þann 6. júlí og tók Patron Cartoon við þann 8. júlí. Dagmar saksóknari sagði margt benda til þess að notandinn hafi losað sig við síma og búið til nýjan notanda undir dulnefninu Patron Cartoon. Í því samhengi nefndi hún að Harry hefði tjáð Sverri í skilaboðum að hann ætlaði að skipta um síma. Svo hefði Patron Cartoon mætt til leiks með skilaboðunum: „Nýtt tól“. „Vantaði eitthvað til að djamma“ Lögregla hafi svo með því að fylgjast með notandanum Patron Cartoon séð símann á bak við notandann ferðast frá Íslandi, til Þýskalands og þaðan til Taílands. Í framhaldinu hafi persónulegur sími Péturs Jökuls verið skoðaður og í ljós komið að hann ferðaðist sama dag frá Þýskalandi til Taílands. Þá sagði saksóknari rannsókn lögreglu á símagögnum sýna fram á að sími Péturs Jökuls og símans á bak við notandann Patron Cartoon hefðu sést á svipuðum stað á höfuðborgarsvæðinu áður en þeir fóru til Taílands. Flestar tengingar hafi verið nærri Lokastíg þar sem Pétur Jökull var til heimilis. Hún vísaði til orða sérfræðings í greiningu gagna sem kom fyrir dóminn sem sagði mjög óvanalegt að sjá svona margar tengingar milli tveggja símanúmera nema um væri að ræða par eða nána aðila. Líklegast væri sami aðili á bak við bæði númerin. Dagmar saksóknari benti líka á samskipti Patron Cartoon við Sverri þar sem augljóst hefði verið að umræðuefnið væri fíkniefni. Talað hefði verið um kubba, duft, kúlur og burðardýr. Á einhverjum tímapunkti hefði Patron Cartoon spurt hver hans hlutur yrði og líka tjáð honum að aðlil nákominn B væri í Kaupmannahöfn og „vantaði eitthvað til að djamma.“ Lögregla staðfesti að þegar þessi skilaboð voru send var viðkomandi aðili staddur í Kaupmannahöfn. Að lokum benti saksóknari á skilaboð frá Patron Cartoon til Sverris Þórs þann 5. ágúst þar sem hann óskaði eftir mikilvægu samtali. Þann 4. ágúst hafði lögregla ráðist til atlögu og handtekið Daða Björnsson, Birgi Halldórsson, Pál Jónsson og Jóhannes Pál Durr í tengslum við málið. Lagt hafði verið hald á kókaínið. Enskumælandi sem sagði „sælir“ Dagmar Ösp staldraði líka við notendanafnið Trucker sem var á taílensku númeri. Trucker hóf samskipti við Daða eftir komu Péturs Jökuls til Taílands. Á sama tíma hafi notandinn Nonni spjallað við Birgi. Dagmar vísaði til hljóðritunar á samtali sem Daði átti við Trucker úr iðnaðarbili í Gjáhellu í Hafnarfirði. Samtalið er óskýrt en þó ljóst að rætt er á íslensku. Á sama tíma fóru samskipti Daða og Truckers í skilaboðum á Signal fram á ensku. Dagmar segir það aðeins hafa verið til að villa um fyrir lögreglu. Ljóst sé að Íslendingar séu að ræða saman enda bregði fyrir orðum á borð við „sælir“ og „94 kubbar“. Notandinn á bak við Trucker og Nonna hafi gætt þess að tala alltaf við Daða sem Trucker og við Birgi sem Nonni. Það hafi verið gert til að koma ekki upp um tengsl aðila. Það hafi gengið vel allt þar til Trucker náði ekki í Daða þann 4. ágúst. Þann dag hafi bæði Trucker en líka Patron Cartoon reynt að ná í Daða og sömuleiðis hafi Birgir reynt það líka. Þarna hafi keðjan brotnað. Þá bætti Dagmar við að danskur sérfræðingur í raddgreiningu sem hlustaði á upptökuna sagði ekkert útiloka að það væri rödd Péturs Jökuls sem heyrðist í hleruðu símtalinu í Gjáhellu. Margt væri líkt með rödd ákærða og þeirri sem heyrðist. Niðurstaðan væri plús einn á skalanum mínus fjórir til plús fjórir. Daði í ómögulegri stöðu Dagmar Ösp saksóknar sagði að með hliðsjón af öllu framantöldu væri neitun Daða þess efnis að sá „Pétur“ sem hann hefði verið í samskiptum við væri Pétur Jökull Jónasson ótrúverðug. Líta yrði á framburð hans með hliðsjón af þeirri stöðu sem hann væri í. Ljóst hafi verið að Daða ætti að fórna ef eitthvað kæmi upp á. Hann hefði átt að sækja efnin, aka með þau um höfuðborgarsvæðið, grafa holu og koma þeim fyrir. Taka mesta áhættuna. Á meðan hefðu þeir sem stóðu ofar í keðjunni getað verið stikkfrí og sagst aldrei hafa komið nálægt efnunum. Birgir Halldórsson og Pétur Jökull virðist hafa stýrt keðjunni þar sem Páll Jónsson timbursali og Jóhannes Páll Durr voru neðar. Daði Björnsson svo á botninum. Pétur Jökull hafi fengið Daða til verksins og stýrt honum í einu og öllu. „Þegar horft er til stöðu Daða er það mat sækjanda að honum hafi ekki verið stætt annað en að segja að ekki væri um Pétur Jökul að ræða,“ sagði Dagmar Ösp. Myndbendingin hefðu engu breytt varðandi þann framburð Daða sem hefði ekkert viljað opna sig um aðkomu „Péturs“ að málinu eftir að hann gaf skýrslu á rannsóknarstigi. Telur engar líkur á öðrum en Pétri Jökli Dagmar Ösp sagði að auðvelt væri í málinu að taka hvert og eitt atriði sem hún hefði bent á og segja að það gæti átt við um marga. „En það er einfaldlega ekki þannig að öll þessi atriði geti átt við um marga,“ sagði Dagmar og vísaði til líkinda í lottó þar sem líkur á að fá allar fimm tölurnar réttar væru stjarnfræðilega litlar. Maðurinn héti Pétur að fyrsta nafni, útlitið passaði vel, ferð í ræktina á vissum tíma, föt sem hann klæddist, búseta nærri Kaffi Loka og hefði áður hlotið dóm fyrir fíkniefnaviðskipti. Hann hefði verið á Spáni þegar notandi undir dulnefni á spænsku númeri hefði hafið samtal, verið í Brasilíu þegar gámurinn með efnunum var sendur til Íslands, ferðast frá Þýskalandi til Taílands á sama tíma og númer sem huldumaður notaði auk þess að þekkja til Birgis Halldórssonar og Daða Björnssonar. Við bættist að sérfræðingur í raddgreiningu gæti ekki útilokað að rödd Péturs hefði náðst á upptöku. Líkurnar á því að einhver annar gæti verið þar á ferð væru litlar sem engar. Því bæri að sakfella hann fyrir aðild að fíkniefnainnflutningnum. Jafnvel hærri í keðjunni en Birgir Saksóknari gerir almennt kröfu um þyngd refsingu í málflutningi sínum. Dagmar sagði mikilvægt að horfa til þess hver þáttur Péturs Jökuls hefði verið. Af gögnum málsins væri augljóst að Pétur Jökull hefði fengið Daða til verksins og stýrt öllum hans aðgerðum. Pétur Jökull hafi verið í svipuðu hlutverki og Birgir Halldórsson hvað þetta varði. Útvegað mönnum neðar í keðjunni síma og sagt þeim fyrir verkum. Þá minnti Dagmar Ösp á að Sverrir Þór Gunnarsson væri talinn viðriðinn málið. Ólíkt Birgi þá hefði Pétur Jökull virst hafa verið í samskiptum við Sverri Þór. Til dæmis þegar rætt var um hlut hvers og eins. Þá hafi Birgir átt að fá sinn skammt en 67 kubbar hafi svo átt að vera Péturs Jökuls og Sverris Þórs. „Söluverðmæti slíks magns er gríðarlegt,“ sagði Dagmar. Miðað við upplýsingar SÁÁ um götuvirði má telja að virði um 67 kílóa af sterku kókaíni sé vel á annan milljarð íslenskra króna. Fordæmalaust magn og einbeittur brotavilji Þá þyrfti að hafa í huga að Pétur Jökull hefði alfarið neitað sök. Fjórmenningarnir sem þegar hefðu hlotið dóm hefðu að einhverju leyti játað þótt þeir hefðu dregið úr sínum þætti málsins og talið um miklu minna magn að ræða. Í þeim dómi hefði verið metið til refsiþyngingar að brotin voru framin í félagi. Það hefði verið verkaskipting og um að ræða fordæmalaust magn af háum styrkleika sem stóð til selja og dreifa. Efnin væru hættuleg, brotavilji einbeittur og verknaðurinn þaulskipulagður. Var það mat saksóknara að einu málsbætur Péturs Jökuls voru þær þegar hann kom til landsins í febrúar eftir að hafa verið eftirlýstur af Interpol. Algjör lágmarksrefsing væri sex og hálfs árs fangelsi með hliðsjón af dómunum sem þegar hafa fallið í málinu. Þar hlaut Birgir Halldórsson sex og hálfs árs fangelsi. Aðalmeðferð málsins er lokið og má reikna með dómsuppsögu innan fjögurra vikna. Gert verður grein fyrir málsvörnum Snorra Sturlusonar, verjanda Péturs Jökuls, í annarri frétt hér á Vísi.
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34 Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. 12. ágúst 2024 12:17 Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Hlé vegna gagna frá ChatGPT Gera þurfti stutt hlé á aðalmeðferð í þætti Péturs Jökuls Jónassonar í stóra kókaínmálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun eftir að verjandi Péturs Jökuls lagði fram ný gögn í málinu. Gögnin voru fengin af gervigreindarsíðunni ChatGPT. 16. ágúst 2024 09:34
Þögull sem gröfin Birgir Halldórsson, sem hlaut sex og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir aðild að stóra kókaínmálinu, neitaði alfarið að svara spurningum sækjanda og verjanda fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birgir er einn fjögurra sem hlotið hafa dóm í málinu og Pétur Jökull Jónasson sá fimmti sem sætir ákæru fyrir aðild. 12. ágúst 2024 12:17
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent