„Við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. ágúst 2024 17:45 Elísa Viðarsdóttir tók við Mjólkurbikarnum eftir sigur gegn Breiðablik árið 2022. vísir / vilhelm „Spennustigið er gott, þetta er bara leikurinn sem við höfum öll beðið eftir,“ sagði Elísa Viðarsdóttir sem leiðir Val út á völl í bikarúrslitaleik gegn Breiðablik á Laugardalsvelli í kvöld. Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix. Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira
Þessi lið hafa barist um titla í marga áratugi og eiga sér langa sögu. Þau hafa unnið sitt hvorn leikinn í deildinni í sumar og dagsformið mun skipta sköpum í kvöld. „Að stilla spennustigið er stór þáttur, æfa vel og vera með létt andrúmsloft en fyrst og fremst halda áfram að gera það sem við erum búnar að vera að gera í deildinni. Þessi lið eru á góðu skriði bæði tvö þannig að við eigum bara von á frábærum leik. Það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að við þekkjum hvort annað algjörlega út og inn. Þessir leikir ráðast oft á smáatriðum og dagsformi liðanna. Við mætum vel gíraðar inn í leikinn og reynum að spila okkar fótbolta, þá erum við allavega að auka líkurnar á því að við lyftum bikarnum.“ Von á betra veðri og meiri rómantík Leikir liðanna í deildinni hafa farið fram í mikilli rigningu og roki. Það lítur allt út fyrir betri aðstæður í kvöld og mögulega fylgir því fallegri fótbolti. „Mér hefur samt fundist stelpurnar hafa staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir afleitar veðuraðstæður í síðustu tveimur leikjum. Sýnt góð gæði inn á milli en jú, ég er alveg til í að fá einn rómantískan úrslitaleik á Laugardalsvelli í góðu veðri.“ Bikarinn afhentur uppi í stúku Nýjung verður tekin upp eftir leik í kvöld. Verðlaunaafhendingin fer ekki fram niður við hlaupabraut heldur uppi í stúku við hlið áhorfenda. „Það kemur okkur í meiri nánd við stuðningsfólkið og það er fólkið sem við treystum mest á. Ekki bara fyrir Valsara heldur líka fyrir Blika. Við viljum sjá fulla, rauða og græna, stúku.“ Klippa: Elísa Viðarsdóttir ræðir bikarúrslitaleikinn Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bikarúrslitaleikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Miðasala fer fram hjá Tix.
Mjólkurbikar kvenna Valur Breiðablik Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Sjá meira