Þetta kemur fram í tilkynningu Vinstri grænna þar sem starfslið þingflokksins í vetur er kynnt til leiks.
Í tilkynningu segir að Alma hafi í störfum sínum sem blaðamaður lagt sérstaka áherslu á málaflokka eins og húsnæðismál, útlendingamál og heilbrigðismál.
„Hún vann til blaðamannaverðlauna Íslands árið 2020 fyrir umfjöllun um loftslagsmál. Hún er menntuð í sviðslistum úr LHÍ, hefur unnið sem leikstjóri, dagskrárgerðarkona og ritstýrir sinni eigin útgáfu sem heitir GARG.“
Brynhildur Björnsdóttir varaþingmaður VG í Reykavík suður, verður áfram starfsmaður þingflokksins. Hún hefur áður starfað sem sjálfstætt starfandi blaðakona og dagskrárgerðarkona á Rás eitt.
Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson hefur starfað á skrifstofu Vinstri grænna síðastliðin tvö ár. Hann lauk nýverið doktorsprófi í heimspeki og hefur starfað sem stundakennari við Háskóla Íslands, ásamt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir VG.
Sunna Valgerðardóttir, sem áður starfaði fyrir þinglokkinn, mun hefja störf á skrifstofu VG þar sem hún verður samskipta- og miðlunarstjóri.