„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 16. ágúst 2024 19:01 igurður Magnús Skúlason starfaði hjá Skaganum 3X í áratugi. vísir/Arnar Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. „Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“ Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
„Mér líður náttúrulega alveg hræðilega eins og öllum öðrum,“ segir Sigurður Magnús Skúlason, sölumaður hjá Skaganum 3X. Hann hafi haldið í vonina um að fyrirtækið yrði endurreist og fregnir dagsins því reynst mikið áfall. „Þetta er bara fjölskylda sem er búin að vera hér í öll þessi ár. Flest allir með mjög langan starfsaldur þannig að þetta var miklu meira en vinnan, þetta var bara okkar líf og nú er það farið,“ segir Sigurður sem hefur starfað hjá fyrirtækinu í tugi ára. Þrátt fyrir að staðan sé svört hefur hann ekki gefið upp alla von þar sem gjaldþrotaskiptum er ekki lokið. „Ég trúi ekki öðru en að það komi einhver inn og sjái ljósið því það er mikil framtíð í því sem við vorum að gera og í því að viðhalda þekkingunni. Það væri grátlegt að sjá það hverfa.“ Skaginn 3X, er hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu og var með viðskiptavini um allan heim. Fyrirtækið var einn stærsti vinnustaður Akraness og Sigurður segir höggið vera mikið fyrir iðnaðinn og bæjarfélagið. „Hér störfuðu um hundrað og þrjátíu manns sem voru fyrirvinnur; konur, karlar og hliðartengd störf. Þau eru horfin, þetta er hryllilegt fyrir bæjarfélagið. Það var oft talað um það í gamla daga að þetta væri svefnbær og því miður getum við ekki sagt annað í dag en að þetta verði svefnbær.“
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21 Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01 Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Mikill áhugi á þrotabúi Skagans 3X Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn. 8. júlí 2024 14:21
Einn stærsti vinnustaður Akraness gjaldþrota Öllum 128 starfsmönnum Skagans 3x var sagt upp í dag. Skaginn 3x er hátæknifyrirtæki sem framleiðir tæki fyrir matvælaframleiðslu aðallega í sjávarútvegi. Vilhjálmur Birgisson formaður verkalýðsfélags Akraness, segir ekkert sveitarfélag hafa orðið fyrir jafnmiklum hamförum í atvinnumálum undanfarið, að Grindvíkingum undanskildum. 4. júlí 2024 11:01
Mikið áfall fyrir íslenskan sjávarútveg Haraldur Benediktsson segir gjaldþrot Skagans 3X sem sagði upp öllum 128 starfsmönnum sínum í morgun vera mikið áfall, ekki bara fyrir bæinn heldur íslenskan sjávarútveg í heild sinni. 4. júlí 2024 12:33
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent