„Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 21:58 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að það þurfi að ráðast í mjög róttækar breytingar til að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orkuauðlindir hér á landi. Guðmundur Ingi Gurbrandsson formaður Vinstri grænna telur mikilvægt að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar. Vísir Ríkisstjórnin afgreiddi í morgun þingsályktunartillögu og frumvarp umhverfisráðherra um uppbyggingu vindorku hér á landi. Formaður Vinstri grænna vill að vindorkuver verði í þjóðareign. Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar. Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira
Í vikunni hafa hver stórtíðindin á fætur öðrum komið fram um áform um uppbyggingu vindorkuvera hér á landi. Landsvirkjun fékk leyfi til uppbyggingu á fyrsta vindorkuveri landsins við Búrfell. Sveitarstjórn þar íhugar að kæra útgáfu leyfisins. Franskt félag tilkynnti áætlanir um uppbyggingu vindorkuvers í Dalabyggð. Landvernd gagnrýnir þessi áform. Ríkisstjórnin afgreiddi svo í morgun þingsályktunartillögu umhverfisráðherra um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku og frumvarp um virkjunarkosti í málaflokknum. „Þau fara nú til þingflokka og ég vonast til að tala fyrir þeim nú í haust,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra eftir ríkisstjórnarfund. Guðlaugur Þór og Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna tókust á um stefnumótun í málaflokknum í vikunni en Guðmundur er nú sáttur við að stefnumótun liggi fyrir. „Mér finnst mjög jákvætt að umhverfisráðherra komi fram með stefnumótun núna sem hann var líka með á þinginu síðast. Mikið af þessu byggir á vinnu sem ég vann sem umhverfisráðherra og lagði fram á þinginu árið 2021,“ segir hann. Guðmundur segir hins vegar afar mikilvægt að þessi orkukostur verði í eigu þjóðarinnar en í vikunni kynnti franska félagið Qair áform um að byggja upp vindmyllugarð í landi Sólheima á Laxárdalsheiði. „Ég set stórt spurningamerki við það að orkan okkar sé í eigu og rekstri annarra en hins opinbera,“ segir Guðmundur. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var inntur álits á þessari afstöðu Guðmundar Inga eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Ég veit ekki hvort að ég sé sammála um að rokið sé auðlind. Hvað er þá lognið? Ef við ætlum að koma í veg fyrir að einkaaðilar nýti sér orku þurfum við að fara í mjög róttækar breytingar. Umhverfisráðuneytið tekur svo af öll tvímæli um það hvort rokið sé náttúruauðlind en þar eru náttúruauðlindir skilgreindar sem allir þættir náttúrunnar sem nýtast manninum og er loft meðal þess sem er sérstaklega tiltekið þar.
Orkumál Orkuskipti Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Sjá meira