Slagsmál brutust út meðal þingmanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2024 09:59 Tveir þingmenn leituðu sér læknisaðstoðar eftir slagsmálin. Getty/Mustafa Istemi Slagsmál brutust út meðal þingmanna á tyrkneska þinginu í gær þegar deilt var um fangelsaðan þingmann stjórnarandstöðunnar sem sviptur var umboði sínu fyrr á árinu. Tveir særðust og var þingfundi frestað en var hann settur á nýjan leik skömmu síðar og var tillaga um að veita lögmanninum og aðgerðarsinnanum Can Atalay umboð sitt aftur felld. Atalay hlaut kjör til þingsins eftir að hafa rekið kosningabaráttu úr fangelsi. Þingmaður Verkamannaflokks Tyrklands fordæmdi meðferð ríkisstjórnarinnar á Atalay úr ræðustól þegar Alpay Ozalan, þingmaður AKP, flokks Recep Tayyip Erdoğans, veittist að honum. A fistfight broke out in Turkey's parliament when an opposition deputy was attacked after calling for his colleague, jailed on charges of organizing anti-government protests but since elected an MP, to be admitted to the assembly https://t.co/M4NyyclfD2 pic.twitter.com/oCrNamNwCq— Reuters (@Reuters) August 16, 2024 „Það er ekki furða að þið skulið kalla Atalay hryðjuverkamenn,“ hefur Guardian eftir Ahmet Sik, þingmanni Verkamannaflokksins í pontu. „En allir borgarar ættu að vita að mestu hryðjuverkamenn þessa lands eru þeir sem sitja á þessum bekkjum,“ sagði hann þá og átti við þingmenn ríkisstjórnarinnar. Illa var tekið í þessi ummæli hans og gekk Alpay Ozalan að Sik ásamt hópi þingmanna AKP og hrinti honum úr pontu og niður á gólfið. Þar sem Sik lá á gólfinu var hann ítrekað kýldur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar og tugir tóku þátt í slagsmálunum sem brutust út. Í kjölfar handalögmálanna þurftu tveir þingmenn að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í höfði. Can Atalay var sviptur þingsæti sínu í janúar en hann var dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að standa að umfangsmiklum mótmælum gegn ríkisstjórn Erdoğans í Istanbúl árið 2013. Tyrkland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tveir særðust og var þingfundi frestað en var hann settur á nýjan leik skömmu síðar og var tillaga um að veita lögmanninum og aðgerðarsinnanum Can Atalay umboð sitt aftur felld. Atalay hlaut kjör til þingsins eftir að hafa rekið kosningabaráttu úr fangelsi. Þingmaður Verkamannaflokks Tyrklands fordæmdi meðferð ríkisstjórnarinnar á Atalay úr ræðustól þegar Alpay Ozalan, þingmaður AKP, flokks Recep Tayyip Erdoğans, veittist að honum. A fistfight broke out in Turkey's parliament when an opposition deputy was attacked after calling for his colleague, jailed on charges of organizing anti-government protests but since elected an MP, to be admitted to the assembly https://t.co/M4NyyclfD2 pic.twitter.com/oCrNamNwCq— Reuters (@Reuters) August 16, 2024 „Það er ekki furða að þið skulið kalla Atalay hryðjuverkamenn,“ hefur Guardian eftir Ahmet Sik, þingmanni Verkamannaflokksins í pontu. „En allir borgarar ættu að vita að mestu hryðjuverkamenn þessa lands eru þeir sem sitja á þessum bekkjum,“ sagði hann þá og átti við þingmenn ríkisstjórnarinnar. Illa var tekið í þessi ummæli hans og gekk Alpay Ozalan að Sik ásamt hópi þingmanna AKP og hrinti honum úr pontu og niður á gólfið. Þar sem Sik lá á gólfinu var hann ítrekað kýldur af þingmönnum ríkisstjórnarinnar og tugir tóku þátt í slagsmálunum sem brutust út. Í kjölfar handalögmálanna þurftu tveir þingmenn að leita sér læknisaðstoðar vegna eymsla í höfði. Can Atalay var sviptur þingsæti sínu í janúar en hann var dæmdur til átján ára fangelsisvistar fyrir að standa að umfangsmiklum mótmælum gegn ríkisstjórn Erdoğans í Istanbúl árið 2013.
Tyrkland Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira