„Ansi mikið breytt“ með komu Slots Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2024 14:31 Mohamed Salah hitti í mark í dag þegar Liverpool vann Ipswich, 2-0. Getty/Bradley Collyer Mohamed Salah átti hefðbundna draumabyrjun á tímabilinu með Liverpool þegar hann skoraði og lagði upp mark í 2-0 sigri á Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. „Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“ Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira
„Þetta var í sannleika sagt ansi erfitt í dag, það var mjög hlýtt í veðri. Þetta er erfiður andstæðingur og ég er ánægður með sigurinn. Það er alltaf gaman að gera gæfumuninn,“ sagði Salah í samtali við TNT Sports eftir leikinn. Staðan var markalaus fram í seinni hálfleik en eftir mörkin frá Diogo Jota og Salah var aldrei spurning hvernig færi, þó að nýliðarnir létu Liverpool hafa fyrir hlutunum. „Það er sérstaklega erfitt að mæta þeim [nýliðum] á þeirra heimavelli. Áhorfendurnir eru í gír. En þetta vissum við og vorum búnir undir erfiðan leik,“ sagði Salah sem alltaf skorar eða leggur upp mark í fyrstu umferð. „Vonandi held ég bara áfram svona út leiktíðina. Ég reyni alltaf að vera að hjálpa og það er altlaf gaman að skora eða leggja upp,“ sagði Salah. Arne Slot tók miðvörðinn Jarell Quansah af velli eftir fyrri hálfleikinn og setti Ibrahima Konate inn á í hans stað. Spurður út í þetta eftir leik sagði Slot einungis að um taktíska breytingu hefði verið að ræða. Hollendingurinn tók að sér þá gríðarlegu áskorun að stýra Liverpool næstur á eftir Jürgen Klopp, og fékk þrjú stig í fyrstu tilraun. En hvernig lýsir Salah breytingunum á milli stjóra? „Það er ansi mikið breytt. Jürgen var með liðið í átt ár, gaf allt í þetta, og núna er nýr stjóri með nýtt upplegg. Þetta eru ansi miklar breytingar fyrir okkur, við þurfum að aðlagast. Við verðum að skilja hans leikstíl og njóta fótboltans,“ sagði Salah og bætti við. „Við þurfum ekki að vera að setja meiri pressu á hann, við verðum bara að njóta þess að spila fótbolta. Sjáum svo hvað setur.“
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Sjá meira