Vara við versnandi öryggisaðstæðum við Zaporizhzhia kjarnorkuverið Lovísa Arnardóttir skrifar 17. ágúst 2024 22:44 Síðustu helgi kviknaði í einum kæliturni kjarnorkuversins og í dag var drónaárás á vegi nærri verinu. Vísir/EPA Alþjóðakjarnorkumálastofnun, IAEA, varaði við því í dag að öryggisaðstæður við Zaporizhzhia kjarnorkuverið í Úkraínu hafi versnað mikið í kjölfar drónaárásar á vegi nærri kjarnorkuverinu. Sprengjan sprakk á vegi sem liggur á milli tveggja stærstu hliða kjarnorkuversins. Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Rússar sökuðu Úkraínumenn fyrr í dag um að hafa látið sprengju falla á vef nærri orkuverinu. Orkuverið er eins og er undir stjórn Rússa en það var hertekið stuttu eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúar 2022. Allt frá þeim tíma hafa Rússar og Úkraínumenn skipst á því að saka hvern annan um árásir við orkuverið. Fjallað er um málið á vef Guardian. Sérfræðingum hjá Alþjóðakjarnorkumálstofnuninni var tilkynnt um sprenginguna í dag og fóru samstundis á vettvang til að kanna aðstæður. Í yfirlýsingu frá stofnuninni kemur fram að töluverðar skemmdir væru á orkuverinu og að enn og aftur væri hættan að aukast við kjarnorkuverið vegna átakanna. Átökin hefðu verið meiri síðustu vikur við kjarnorkuverið og að þau væru nær en áður. Haft er eftir Rafael Grossi, forstjóra stofnunarinnar, í yfirlýsingunni að hann hafi verulegar áhyggjur og er ítrekað ákall hans, til beggja aðila, um að láta af árásum við kjarnorkuverið. Stofnunin hefur allt frá innrás Rússa í Úkraínu hvatt til hófs við kjarnorkuverið og varað við kjarnorkuslysi. Síðustu helgi kviknaði eldur í kæliturni í kjarnorkuverinu en sérfræðingar stofnunarinnar hafa óskað eftir aðgangi að turninum til að kanna hann. Sérfræðingarnir hafa aðeins fengið að skoða grunn turnsins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Tengdar fréttir Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23 Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05 Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07 Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fleiri fréttir Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Sjá meira
Búið að slökkva eldinn í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu Rússneska ríkisfréttastofan Tass hefur greint frá því að búið sé að slökkva eldinn sem kviknaði í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu í gær. Kæliturn er sagður hafa skemmst í eldinum en hann var óvirkur fyrir. 12. ágúst 2024 06:23
Eldur í Zaporizhzhia-kjarnorkuverinu í Úkraínu Eldur braust út í kæliturni Zaporizhzhia-kjarnorkuversins í suðurhluta Úkraínu í dag. Um er að ræða stærsta kjarnorkuver Evrópu og hafa Rússar og Úkraínumenn kennt hvor öðrum um atvikið. 11. ágúst 2024 21:05
Krefst landsvæðis og að Úkraína dragi NATO-umsóknina til baka Vladimír Pútín Rússlandsforseti krefst þess að Úkraínumenn láti af hendi meira landsvæði í Kænugarði, fjarlægi hersveitir í eigin landi og dragi umsókn um aðild í Arlantshafsbandalginu til baka, til þess að hann bindi enda á stríð Rússa í Úkraínu. 15. júní 2024 08:07
Fjöldi loftárása á orkuver víðsvegar um Úkraínu Rússar gerðu fjölda loftárása, sem beindust að úkraínskum orkuverum og öðrum sambærilegum innviðum, í morgun. Yfirvöld í fimm héröðum Úkraínu hafa greint frá árásum. 1. júní 2024 08:37