Mikael náði strax á þriðju mínútu leiksins að leggja upp mark fyrir Magnus Kofod Andersen en Lazio jafnaði fljótt metin og vann að lokum 3-1 sigur. Bjarki Steinn Bjarkason var ekki í leikmannahópi Venezia, sem vann sig upp í A-deildina eftir umspil í B-deildinni í vor.
Cagliari og Roma gerðu markalaust jafntefli í kvöld, en fyrr í dag vann Verona öflugan 3-0 sigur á Napoli, og Bologna og Udinese gerðu 1-1 jafntefli.
Adam Ægir Pálsson var svo í byrjunarliði Perugia sem vann 2-0 útisigur gegn Pineto í 2. umferð bikarkeppni ítölsku C-deildarinnar. Hann var þó ekki á skotskónum að þessu sinni, eins og þegar hann skoraði þrennu í 1. umferðinni. Keppni í ítölsku C-deildinni hefst svo eftir viku.