Aftur að hjálmskviðu ríkislögreglustjóra Indriði Stefánsson skrifar 19. ágúst 2024 07:01 Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan skrifaði ég grein um hjálmakaup vegna leiðtogafundar Evrópusambandsins, þar sem ég vakti athygli á því að verið væri að eiga í tug milljóna viðskiptum við örfyrirtæki, ég vil nota tækifærið og árétta að ég var hvorki að gagnrýna hjálmana sem voru keyptir né að þeir hafi verið keyptir. Til þess hef ég engar forsendur. Gagnrýnin snerist um efasemdir hvað varðar getu seljanda til að standa að viðskiptum í þessu magni og þjónusta hjálmana. Þessari grein fylgdi ég eftir með fyrirspurn til dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn hefur nú verið svarað. 175 hjálmar en ekki 700 Þar sem það kom ekki fram í fréttum af þessum kaupum hversu margir hjálmar voru keyptir þurfti ég að geta í eyðurnar. Þar sem verið var að kaupa búnað fyrir 650 lögreglumenn gaf ég mér að fjöldinn væri nálægt þeirri tölu. Nú kemur í ljós að svo er ekki því hefur verið tekin ákvörðun um að einungis hluti lögregluþjónanna þyrftu hjálm nú eða að þeir skiptust á. Gagnrýnin snýst heldur ekki um fjöldann, ég treysti ríkislögreglustjóra fullkomlega til að meta hversu marga hjálma lögreglan þurfti til að sinna öryggisgæslunni. Erfiður afhendingartími Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að afhendingartíminn sé langur eða 12-18 mánuðir, miðað við að ákvörðun um fundin var tekin með aðeins um 6 mánaða fyrirvara, er ljóst að sá tímarammi leyfir enga bið. Það skýrir hins vegar ekki hvers vegna þessi söluaðili var valinn. Miðað við ársreikninga fyrirtækisins og staðsetningu var fyrirtækið ekki með neina aðstöðu til að halda lager eða þjónusta hjálmana og hvað varðar afhendingartíma vekur það ekki færri spurningar hvers vegna fyrirtæki með svo til enga starfsemi eigi kost á skemmri afhendingartíma frá framleiðanda en aðrir birgjar, nú eða íslenska ríkið beint. TST Protection Limited Embætti ríkislögreglustjóra keypti hjálmana af TST Protection Limited sem samkvæmt Company House er með aðsetur í Shepton Mallet á Englandi, miðað við ársreikninga fyrirtækisins fyrir síðasta ár á það nú eignir upp á um það bil 100 þúsund pund. Þannig að þrátt fyrir að eignir hafi stóraukist er varla hægt að telja fyrirtækið umsvifamikið. Því er enn furðulegra að örfyrirtæki rekið úr smábæ í Englandi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Svarið snerist ekki um fyrirspurnina Þrátt fyrir að svar við fyrirspurninni hafi borist, var henni raunverulega ekki svarað. Svarið tilgreindi fjölda hjálma sem keyptir voru og rökstuddi þörfina fyrir að kaupa þá og sagði engar vísbendingar hafa borist um að kaupin hafi farið í bága við lög reglur eða góða viðskiptahætti og vék ráðherra sér því undan því að svara því hvort viðskiptin stæðust góða viðskiptahætti. Það er rétt að ítreka aftur að gagnrýnin hvorki snerist né snýst að neinu leyti um að lögreglan fengi hjálma, né hvaða hjálmar urðu fyrir valinu. Gagnrýnin snýst um hvers vegna velur ríkislögreglustjóri þennan birgja? Sem er ekki sá eini sem selur vörurnar. Hvað varðar afhendingartíma hlýtur að vekja athygli að fyrirtæki með svo takmarkaða starfsemi eigi þess kost að fá margfalt skemmri afhendingartíma en íslenska ríkið. Ég velti líka enn fyrir mér hvernig þjónustu og ábyrgðarskilmálar kaupana eru. Þar sem ljóst er að starfsemi fyrirtækisins býður hvorki upp á lager né þjónustu við vörurnar og efast enn að það standist viðmið um góða viðskiptahætti að eiga í viðskiptum af þessari stærðargráðu við fyrirtæki með svo til enga starfsemi. Höfundur er varaþingmaður
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun