Unnið í alla nótt og allt samkvæmt áætlun Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. ágúst 2024 11:59 Við framkvæmdir í nótt. Veitur Framkvæmdir við hitaveitutengingu, sem haft hafa í för með sér umfangsmestu heitavatnslokun sögunnar, eru á áætlun og miðar vel, að sögn forstöðumanns hjá Veitum. Óvenjumikið hefur verið að gera í sundlaugum utan lokunarsvæðisins í morgun. Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“ Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Lokað var fyrir heitt vatn í Kópavogi, Breiðholti, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar um klukkan tíu í gærkvöldi og strax hafist handa við tengingu á flutningsæðinni. Unnið var í alla nótt. „Það hefur bara gengið nokkurn veginn samkvæmt áætlunum. Einhver verkefni eru þegar að komast í höfn og önnur sem var fyrirséð að hefðu lengri framkvæmdatíma eru eðlilega enn í vinnslu. Stærsti og mikilvægasti hluturinn er við Suðuræð þar sem við erum að tengja hana, nýja Suðuræð, inn í kerfið okkar. Síðan erum við að vinna í öðrum hluta kerfisins eins og uppi á Reynisvatnsheiði og Vetrarmýri og á nokkrum fleiri stöðum,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum. Engar tilkynningar um tjón eða önnur vandræði hafi borist Veitum það sem af er degi og ekkert komið upp á við framkvæmdir. „Eins og staðan er núna reiknum við með því að verkið verði á áætlun og það verði komið heitt vatn í kringum hádegisbil á morgun.“ Sundlaugar eru víða lokaðar í dag vegna heitavatnsleysisins og í Laugardalslaug, sem stendur opin, var óvenjumikið að gera í morgun, að sögn Birnu Rúnar Kolbeinsdóttur, starfsmanns. „Við héldum að það væri ættarmót,“ sagði Birna í samtali við Vísi. Og Snorri Örn Arnaldsson forstöðumaður Sundhallar Reykjavíkur segir að þar á bæ hafi einnig verið óvenjumargt um manninn fyrir hádegi. „Hvort það sé heitavatnsleysið eða sumar í dauðateygjunum veit ég ekki. En það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur í morgun og við búumst alveg við að það verði talsvert meira þegar líður á daginn. Það eru öll velkomin í Sundhöll Reykjavíkur.“
Orkumál Reykjavík Vatn Tengdar fréttir Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25 Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40 Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Óvenju mikið að gera í Laugardalslaug í morgun Mikið var að gera í Laugardalslaug í Reykjavík í morgun. „Við héldum að það væri ættarmót,“ segir Birna Rún Kolbeinsdóttir starfsmaður laugarinnar. „Nú er allt flóttafólkið að koma hingað,“ segir hún og á þá við þá íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þurfa að flýja heimili sín vegna heitavatnsleysis. 20. ágúst 2024 08:25
Engin útköll vegna vatnsleka í nótt Nóttin var róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og engin fleiri útköll vegna leka. Í tilkynningu frá slökkviliðinu kemur fram að síðasta sólarhringinn hafi þeir farið í átta útköll á dælubíla. Flest verkefnin voru leyst á nokkrum klukkustundum en um var að ræða bæði smáelda og vatnsleka. 20. ágúst 2024 07:40
Fólk með gólfhitakerfi ætti að sýna sérstaka aðgát Stærsta heitavatnslokun í sögu Veitna skellur á í kvöld. Heitavatnslaust verður hjá næstum þriðjungi þjóðarinnar fram á miðvikudag. Pípulagningameistari ráðleggur íbúum að skrúfa fyrir krana og loka fyrir inntak heits vatns. Þá þurfi fólk með gólfhitakerfi að huga sérstaklega að sínum kerfum. 19. ágúst 2024 11:29