Áfengisdrykkja ekki áberandi vandamál á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 12:01 Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson telja áfengisdrykkju ekki vandamál á Alþingi. vísir/Vilhelm Forsætisráðherra og fjármálaráðherra telja áfengisdrykkju ekki vera vandamál á Alþingi. Ólíklegt sé að fólk geti komist upp með það á átta flokka Alþingi sem sé ávallt í beinni útsendingu að fara drukkið í ræðupúlt Alþingis. Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“ Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Forseti Alþingis mun ítreka það við þingflokksformenn að menn gæti sín í sambandi við áfengisneyslu. Ákveðnir þingmenn hafi verið „fullþaulsetnir“ á veitingastöðum á lokadegi þingsins í júní. Umræða um áfengisneyslu þingmanna kemur til vegna ummæla Jódísar Skúladóttur þingmanns VG sem ofbauð drykkja við þinglok á Alþingi þann 22. júní síðastliðinn. Í viðtali við Samstöðina sagði hún það ekki boðlegt að þingmenn standi í ræðustól undir áhrifum. Hún tók upp málið í forsætisnefnd þingsins „Mér finnst þetta óvirðing við land og þjóð. Mér finnst þetta óvirðing við samstarfsfólkið og ég skil það alveg að langir dagar, langt fram á nætur, þetta er auðvitað erfitt og fólk finnur hjá sér þörf til að drekka. Stress og ofboðslega flókin mál í gangi,“ sagði Jódís á Samstöðinni í gær. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að telji forsætisnefnd tilefni til að taka málið upp verði það gert á þeim vettvangi. „Mér finnst mikil áfengisdrykkja ekki hafa verið einkennandi í þingstörfunum. Þvert á móti finnst mér þingheimur heilt yfir taka hlutverk sitt mjög alvarlega,“ segir Bjarni. „Menn geta rétt ímyndað sér í átta flokka Alþingi hvort það sé líklegt að menn komist upp með það að ganga um sótölvaðir, upp og niður úr ræðupúlti, án þess að það spyrjist út eða vekji athugasemdir eða kalli á eitthvert inngrip. Við erum að gera þetta fyrir opnum tjöldum, allt í beinni útsendingu. Lýðræðislegur vettvangur er þingið. Ég get ekki tekið undir að þetta sé áberandi vandamál á þinginu,“ segir Bjarni. Vel megi vera að einhver frávik hafi fundist hvort sem var við þinglok eða á síðustu árum. Hann hafi ekki orðið var við glaseyga þingmenn við afgreiðslu fjárlaga um jólin. „Ég kannast ekki við það. Það verður hver og einn að svara fyrir sig í því.“ Sigurður Ingi Jóhannsson segist hafa heyrt meiri sögur af drykkju á Alþingi í gamla daga, áður en hann settist á þing. „Ég var kannski ekki nógu mikið niðri í þingi til að geta metið nákvæmlega hvað var í gangi þarna. Ég vona nú að það sé orðum aukið að þetta hafi verið algengt. Ég varð allavega ekki var við það,“ segir Sigurður Ingi. Það hafi í það minnsta ekki verið það áberandi að það hafi orðið að sérstöku umræðuefni. „Örugglega hefur það komið fyrir einhvern einn og einn en ég held að það séu allir að vanda sig að vera ekki drukknir í vinnunni. Ég held að það sé ekki gott á nokkrum einum einasta vinnustað, og alls ekki á þessum.“
Alþingi Áfengi og tóbak Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda