Kristján tekjuhæsti þjálfarinn á Íslandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. ágúst 2024 12:31 Tekjuhæstu þjálfarar á Íslandi 2023. vísir/hulda margrét/diego Fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, Kristján Guðmundsson, var tekjuhæsti þjálfari landsins í fyrra. Þar á eftir kemur Óskar Hrafn Þorvaldsson, nýr þjálfari KR í fótbolta karla. Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira
Þetta kemur fram í tekjublaði Frjálsrar verslunar. Samkvæmt því var aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson tekjuhæsti íþróttamaður Íslands á síðasta ári. Hann þénaði rúmlega 5,6 milljónir króna á mánuði. Næstur á listanum og efsti þjálfarinn er Kristján. Hann hætti störfum sem þjálfari Stjörnunnar fyrir tæpum tveimur mánuðum en hann hafði stýrt liðinu frá tímabilinu 2019. Kristján var með 3,1 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn er í 4. sæti yfir þá tekjuhæstu úr íslenskum íþróttum en hann þénaði 1,9 milljón á mánuði í fyrra. Óskar Hrafn hætti störfum hjá Breiðabliki síðasta haust, eftir að hafa komið liðinu í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Hann stoppaði svo stutt við hjá Haugesund í Noregi áður en hann tók við KR á dögunum. Sigursteinn Arndal, þjálfari Íslandsmeistara FH í handbolta karla, var þriðji tekjuhæsti þjálfarinn á síðasta ári með tæplega 1,5 milljón á mánuði. Þar á eftir kom svo Jón Þórir Sveinsson sem var látinn fara sem þjálfari karlaliðs Fram í fótbolta síðasta sumar. Hann var með rúmlega 1,3 milljón á mánuði. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari karlaliðs Hauka í handbolta, er svo í 5. sæti yfir tekjuhæstu þjálfarana á Íslandi 2023 með rúmlega 1,2 milljón á mánuði. Tekjuhæstu þjálfarar Íslands 2023 Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117 Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Kristján Guðmundsson - 3,101 milljónir á mánuði Óskar Hrafn Þorvaldsson - 1,904 Sigursteinn Arndal - 1,456 Jón Þórir Sveinsson - 1,326 Ásgeir Örn Hallgrímsson - 1,252 Rúnar Páll Sigmundsson - 1,157 Úlfar Jónsson - 1,142 Þorsteinn Halldórsson - 1,135 Friðrik Ingi Rúnarsson - 1,131 Ingi Þór Steinþórsson - 1,117
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2023 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2022 sem var greiddur árið 2023. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Kjaramál Íslenski boltinn Handbolti Mest lesið Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Í beinni: ÍBV - KR | Þjóðhátíð í bæ „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Má ekki æfa fyrr en hann léttir sig Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Spilar með bestu frisbígolfspilurum heims Sjá meira