Ég er eins og ég er Sólveig Sigurðardóttir skrifar 20. ágúst 2024 16:01 Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Skoðun Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Nú gengur nýtt skólaár í garð. Börn og unglingar setjast á skólabekk, þau hafa jú ekkert um það að segja því almenn skólaskylda er á landinu. Gott og vel með það, en spurningin er hvernig líður börnunum okkar í skólanum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á líðan íslenskra barna og unglinga í skólum landsins. Breyting hefur orðið á andlegri líðan barna og ungmenna hér á landi síðustu tíu ár. Þó flestir unglingar segi að þeim líði vel, þá hefur þeim fjölgað sem greina frá því að þeim líði illa á sálinni. Sextán prósent barna á aldrinum ellefu til fimmtán ára hafa upplifað sig lögð í einelti á netinu. Hverjar eru orsakirnar ? Þetta er flókin spurning. Það er ofboðslega margt sem hefur áhrif á andlega líðan okkar. Við vitum t.d. að með því að sofa vel þá getum við stuðlað að góðri andlegri líðan. Eins með því að borða hollt og hreyfa okkur, allir þessir grunnþættir sem við getum stjórnað sjálf. En svo eru aðrir þættir sem við höfum ekki stjórn á. Við horfum upp á að samskiptin hafa breyst, félagslegur samanburður, óttinn við að missa af eða upplifa sig útundan þar sem sífellt er hægt að sjá hvað aðrir eru að gera og með hverjum . Félagslegur samanburður við aðra á netinu er mörgum ofviða. Allir eru að gera það gott nema ég. Krafan um að hafa ákveðið útlit, vera í fínustu fötunum og eiga flottasta dótið er mörgum erfið. Þau börn sem uppfylla ekki þessar kröfur verða oft utangarðs og verða fyrir einelti. Það má enginn skera sig úr hópnum eða vera”öðruvísi” hvað sem það svo þýðir. Hver er öðruvísi ? Það er enginn öðruvísi en annar, við höfum öll rétt á að vera eins og við erum. Hvort sem hárið er krullað, slétt, blátt eða rautt, hvernig peysu við eigum, hvernig við kjósum að vera eða hvaðan við komum. Það kemur engum við, ef ég vil vera í gulum buxum, blárri peysu, með blátt hár , með gamla skólatösku þá má ég það án þess að vera lögð í einelti. Almenn samskipti og samtöl hafa minnkað, börn kunna orðið illa að leika sér Við sjáum að jafningjasamskipti hafa breyst gríðarlega með tilkomu snjalltækja sérstaklega þar sem fleira fer fram í gegnum samfélagsmiðla. Þar má nefna nánd við félagana, að eignast vini og mynda traust vinasambönd. En svo sjáum við líka alveg að fullorðið fólk, hvort sem það er foreldrar eða ekki, leyfir sér alveg ofboðslega skaðlega og ljóta hegðun á samfélagsmiðlum. Og kannski í samskiptum almennt. Ég er ekki að segja að samfélagsmiðlar séu alslæmir. Síður en svo en við verðum að vanda hvað þar fer fram, fræða börnin og kenna þeim að nota miðlana ekki á særandi hátt fyrir aðra. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allt það. Höfum það hugfast að við vitum ekki hvað aðrir eru að burðast með í sínum bakpoka og það kostar ekkert að brosa framan í náungann. Skólakerfið ásamt foreldrum þarf að taka höndum saman til að sporna við þessari þróun. Eflum mannleg samskipti með því að tala við börnin okkar, stuðlum að meiri samvinnu meðal nemenda þar sem tjáningar er krafist. Þjálfum leiðtogafærni, samkennd og náungakærleik. Það eru ein mikilvægustu gildin í lífsins amstri og gleði. Verkefnið www.vinalidar.is hefur verið í gangi í grunnskólum á Íslandi síðan 2013. Það gengur út á að nokkrir nemendur sem kosnir eru vinaliðar stýra leikjum í frímínútum og passa upp á að enginn sé útundan. Nemendurnir öðlast færni í samskiptum og verða leiðtogar með því að stýra leikjunum. Við leggjum áherslu á að góða hegðun og framkomu vinaliðanna við samnemendur. Kannanir hafa sýnt að góður árangur er af verkefninu. Könnun sem gerð var í maí 2024 sýnir að 66.7% telja mikinn árangur hafa náðst, 16.7% mjög miklum og 16.7% litlum árangri. Við höfum alltaf pláss fyrir fleiri skóla á vagninum okkar. Undirrituð er verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins á Íslandi, móðir og amma sem hefur brennandi áhuga á vellíðan barna og unglinga.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun