Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 09:52 Lögreglumenn við heimili Andrews Tate utan við Búkarest í morgun. Húsleit var gerð þar og á þremur öðrum stöðum. AP/Vadim Ghirda Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram. Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Sjá meira
Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29