Eitrað fyrir ketti í Sandgerði Bjarki Sigurðsson skrifar 21. ágúst 2024 12:26 Oreo og Heiðdal Jónsson. Heiðdal Jónsson Rétt rúmlega eins árs gamall köttur drapst í Sandgerði fyrir tveimur vikum eftir að hafa innbyrt mikið magn frostlagar. Talið er að eitrað hafi verið fyrir kettinum. Fimmtudagskvöldið 8. ágúst var Heiðdal Jónsson heima ásamt kærustunni sinni og köttunum þeirra sex. Fjórir þeirra eru útikettir en þetta kvöld virtist allt vera í lagi með þá alla. Daginn eftir þegar parið vaknaði og gaf köttunum að éta vildi einn þeirra, hinn eins árs gamli Oreo, ekki éta neitt. Þeim þótti það furðulegt enda var hann alltaf fyrstur að skálinni sinni hvern morgunn. Köttunum kemur ágætlega saman.Heiðdal Jónsson „Við sáum að hann var að labba pínulítið eins og að hann væri fullur. Hann fer bara að sofa. Við vorum nývöknuð og spáðum lítið í þessu,“ segir Heiðdal í samtali við fréttastofu. Skömmu síðar átta þau sig á því að það er ekki allt með feldu hjá Oreo og þau bruna með hann til Keflavíkur til dýralæknis. Við taka miklar rannsóknir. „Læknirinn hélt fyrst að miðað við hvernig við lýstum þessu að hann hafi orðið fyrir bíl. Síðan eftir röntgen sást að hann var ekki brotinn eða neitt og þá fór honum að gruna að eitrað hafi verið fyrir honum. Þau reyndu allt sem þau gátu en hann var að þjást of mikið. Hann dó þarna á föstudeginum,“ segir Heiðdal. Oreo og tveir aðrir kettir Heiðdals.Heiðdal Jónsson Fram að þessu hafði Oreo verið ansi heilsuhraustur. Hann var nýkominn úr ársskoðuninni sinni og því óskaði Heiðdal eftir því að Oreo færi í krufningu og nýrun hans send á rannsóknarstöðina að Keldum. Í gær hringdi svo dýralæknirinn aftur og sagði að eitrað hafi verið fyrir honum með frostlegi. „Það var mikið magn af frostlegi í honum. Frostlögur er sætur á bragðið og lyktarlaust og ég veit ekki hvernig þetta var gert. Hvort það hafi verið sett skál full af frostlegi út og hann látinn drekka úr því eða hvað. Ég heyrði um mann í Hveragerði sem setti frostlög í túnfisk til að kettirnir færu alveg pottþétt í þetta. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að koma frostleginum ofan í þá,“ segir Heiðdal. Oreo að kúra.Heiðdal Jónsson Hann kveðst ekki hafa neina hugmynd um hver gæti hafa viljað eitra fyrir Oreo, hann hafi aldrei fengið neinar hótanir vegna þeirra eða neitt. „Ég hugsa rosalega vel um alla kettina mína og kettirnir mínir fá meiri læknisþjónustu en ég. Þeir eru allir teknir úr sambandi um leið og ég fæ þá í hendurnar. Ég hugsa rosalega vel um þetta og ég er ekki að fjölga köttunum til að spara Villiköttum vinnuna og ég styrki Villiketti þegar ég get það. Þetta var rosalegt högg að fá þetta,“ segir Heiðdal. Hann greiddi 122 þúsund krónur í lækniskostnað þennan föstudag, sem hann segir ekki skipta sig miklu máli í stóru myndinni. Búið er að tilkynna MAST um atvikið og mun Heiðdal einnig ræða við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Oreo þegar hann var lítill kettlingur.Heiðdal Jónsson Dýr Dýraheilbrigði Kettir Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Fimmtudagskvöldið 8. ágúst var Heiðdal Jónsson heima ásamt kærustunni sinni og köttunum þeirra sex. Fjórir þeirra eru útikettir en þetta kvöld virtist allt vera í lagi með þá alla. Daginn eftir þegar parið vaknaði og gaf köttunum að éta vildi einn þeirra, hinn eins árs gamli Oreo, ekki éta neitt. Þeim þótti það furðulegt enda var hann alltaf fyrstur að skálinni sinni hvern morgunn. Köttunum kemur ágætlega saman.Heiðdal Jónsson „Við sáum að hann var að labba pínulítið eins og að hann væri fullur. Hann fer bara að sofa. Við vorum nývöknuð og spáðum lítið í þessu,“ segir Heiðdal í samtali við fréttastofu. Skömmu síðar átta þau sig á því að það er ekki allt með feldu hjá Oreo og þau bruna með hann til Keflavíkur til dýralæknis. Við taka miklar rannsóknir. „Læknirinn hélt fyrst að miðað við hvernig við lýstum þessu að hann hafi orðið fyrir bíl. Síðan eftir röntgen sást að hann var ekki brotinn eða neitt og þá fór honum að gruna að eitrað hafi verið fyrir honum. Þau reyndu allt sem þau gátu en hann var að þjást of mikið. Hann dó þarna á föstudeginum,“ segir Heiðdal. Oreo og tveir aðrir kettir Heiðdals.Heiðdal Jónsson Fram að þessu hafði Oreo verið ansi heilsuhraustur. Hann var nýkominn úr ársskoðuninni sinni og því óskaði Heiðdal eftir því að Oreo færi í krufningu og nýrun hans send á rannsóknarstöðina að Keldum. Í gær hringdi svo dýralæknirinn aftur og sagði að eitrað hafi verið fyrir honum með frostlegi. „Það var mikið magn af frostlegi í honum. Frostlögur er sætur á bragðið og lyktarlaust og ég veit ekki hvernig þetta var gert. Hvort það hafi verið sett skál full af frostlegi út og hann látinn drekka úr því eða hvað. Ég heyrði um mann í Hveragerði sem setti frostlög í túnfisk til að kettirnir færu alveg pottþétt í þetta. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að koma frostleginum ofan í þá,“ segir Heiðdal. Oreo að kúra.Heiðdal Jónsson Hann kveðst ekki hafa neina hugmynd um hver gæti hafa viljað eitra fyrir Oreo, hann hafi aldrei fengið neinar hótanir vegna þeirra eða neitt. „Ég hugsa rosalega vel um alla kettina mína og kettirnir mínir fá meiri læknisþjónustu en ég. Þeir eru allir teknir úr sambandi um leið og ég fæ þá í hendurnar. Ég hugsa rosalega vel um þetta og ég er ekki að fjölga köttunum til að spara Villiköttum vinnuna og ég styrki Villiketti þegar ég get það. Þetta var rosalegt högg að fá þetta,“ segir Heiðdal. Hann greiddi 122 þúsund krónur í lækniskostnað þennan föstudag, sem hann segir ekki skipta sig miklu máli í stóru myndinni. Búið er að tilkynna MAST um atvikið og mun Heiðdal einnig ræða við bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ. Oreo þegar hann var lítill kettlingur.Heiðdal Jónsson
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Suðurnesjabær Lögreglumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira