Svo slæmt er ástandið á samfélagsmiðlum að félagið taldi sig þurfa að gera málið opinbert.
Tottenham segir að félagið hafi tekið eftir þessu en leikmenn Tottenham eru þar með óafvitandi að koma sér í vandræði á X-inu þrátt fyrir að vera alveg blásaklausir af öllu sem er skrifað undir þeirra nafni.
„Við vitum af þessum reikningum á X þar sem fólk er að þykjast vera okkar leikmenn. Það eru einkum þeir Lucas Bergvall og Luka Vuskovic sem verða fyrir þessu. Við erum að vinna með samfélagsmiðlinum X til að láta fjarlægja þessa reikninga,“ segir í yfirlýsingu Tottenham.
Tottenham tók það líka fram að hvorki Bergvall né Vuskovic séu með reikning á X-inu.
Hinn sænski Bergvall hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu á undirbúningstímabilinu og hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.
We are aware of fake accounts on X pretending to be and impersonating our players, specifically Lucas Bergvall and Luka Vuskovic. We are working with X to get these accounts removed.
— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) August 21, 2024
We can confirm that neither of these players has an account on X.