Kjarasamningar ekki enn skilað minni verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2024 11:55 Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum, tólfta mánuðinn í röð. Stöð 2/Einar Seðlabankastjóri hefur trú á að verðbólga muni hjaðna og vextir lækka þannig að ekki þurfi að koma til uppsagnar kjarasamninga á næsta ári. Þenslan í efnahagsmálum sé hins vegar enn of mikil og áhrif tilflutnings íbúa Grindavíkur gæti enn á fasteignamarkaði. Peningastefnunefnd ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum og hafa þeir því ekki breyst í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist líttillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þyngst. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Ásgeir, er ekki hætta á að það fari að grípa um sig almennt vonleysi meðal almennings hvað vaxtastigið og verðbólguna varðar? „Ég veit það ekki. Ástæðan fyrir því að við getum ekki lækkað vexti er að það er of mikil þensla inni í hagkerfinu. Við erum ekki að sjá þessa kólnun sem við vorum að vonast til,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hvöttu Seðlabankann í sameiginlegri ályktun í gær til að sýna framsýni í ákvörðun stýrivaxta. Ásgeir segir nýgerða kjarasamninga hafa átt að leiða til þess að verðbólga gengi niður og í samningunum væru ákveðin uppsagnarákvæði næsta haust að ári. „Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst. Kjarasamningarnir hafa ekki skilað minnkun verðbólgu. Þá getum við ekki lækkað vexti. Þannig að þetta er bara mjög einfalt mál. Það náttúrlega stoðar þá lítt að skrifa einhver bréf ef þetta er staðan,“ segir Ásgeir. Ýmir þættir efnahagsmálanna haldi uppi verðbólgunni eins og mikil neysla en mest áhrif hefur spennan á húsnæðismarkaði. Ásgeir segir að þar ráði mestu til skamms tíma innkoma ríkisins á fasteignamarkaðinn vegna hamfaranna á Reykjanesi, sem leitt hafi til þess að um eitt prósent landsmanna hafi þurft að finna sér nýtt heimili. Þrátt fyrir þetta hefur seðlabankastjóri trú á að markmið kjarasamninga um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta muni nást, það gangi hins vegar hægar en vonast hafi verið til. „Þetta er gríðarlega mikill hagvöxtur sem við höfum fengið fram á síðustu árum. Gríðarlega mikil aukning í kaupmætti. Laun á Íslandi eru núna með því hæsta sem þekkist í heiminum. Líka lífskjör í þessu landi. Þetta snýst bara um að ná fram einhverju meðalhófi,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Peningastefnunefnd ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum og hafa þeir því ekki breyst í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist líttillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir væru á breiðum grunni þótt húsnæðisliðurinn vegi enn þyngst. Verðbólguvæntingar hafi einnig lítið breyst og haldist yfir markmiði. Ásgeir, er ekki hætta á að það fari að grípa um sig almennt vonleysi meðal almennings hvað vaxtastigið og verðbólguna varðar? „Ég veit það ekki. Ástæðan fyrir því að við getum ekki lækkað vexti er að það er of mikil þensla inni í hagkerfinu. Við erum ekki að sjá þessa kólnun sem við vorum að vonast til,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Forysta Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambandsins hvöttu Seðlabankann í sameiginlegri ályktun í gær til að sýna framsýni í ákvörðun stýrivaxta. Ásgeir segir nýgerða kjarasamninga hafa átt að leiða til þess að verðbólga gengi niður og í samningunum væru ákveðin uppsagnarákvæði næsta haust að ári. „Enn sem komið er hefur þetta ekki gerst. Kjarasamningarnir hafa ekki skilað minnkun verðbólgu. Þá getum við ekki lækkað vexti. Þannig að þetta er bara mjög einfalt mál. Það náttúrlega stoðar þá lítt að skrifa einhver bréf ef þetta er staðan,“ segir Ásgeir. Ýmir þættir efnahagsmálanna haldi uppi verðbólgunni eins og mikil neysla en mest áhrif hefur spennan á húsnæðismarkaði. Ásgeir segir að þar ráði mestu til skamms tíma innkoma ríkisins á fasteignamarkaðinn vegna hamfaranna á Reykjanesi, sem leitt hafi til þess að um eitt prósent landsmanna hafi þurft að finna sér nýtt heimili. Þrátt fyrir þetta hefur seðlabankastjóri trú á að markmið kjarasamninga um hjöðun verðbólgu og lækkun vaxta muni nást, það gangi hins vegar hægar en vonast hafi verið til. „Þetta er gríðarlega mikill hagvöxtur sem við höfum fengið fram á síðustu árum. Gríðarlega mikil aukning í kaupmætti. Laun á Íslandi eru núna með því hæsta sem þekkist í heiminum. Líka lífskjör í þessu landi. Þetta snýst bara um að ná fram einhverju meðalhófi,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Kjaraviðræður 2023-24 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34 Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27 Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Vextirnir lækka ekki í bráð og heita vatnið tekið að streyma Í hádegisfréttum verður rætt við Seðlabankastjóra sem útskýrir þá ákvörðun peningastefnunefndar bankans að halda stýrivöxtum óbreyttum enn sem komið er. 21. ágúst 2024 11:34
Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. 21. ágúst 2024 10:27
Sér ekki vaxtalækkun í kortunum fyrr en í nóvember Engar líkur eru taldar á að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefjist á miðvikudag eins og margir höfðu vonast til. Reiknað er með að stýrivextir verði áfram 9,25 prósent og munu þá hafa staðið óbreyttir í heilt ár. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja, telur að þeir verði ekki lækkaðir fyrr en í nóvember. 19. ágúst 2024 23:43
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42