Að mati nefndarinnar fer það gegn almennum ritreglum íslensks máls að rita nafn með tveimur errum í endingarlið. Nafnið sé ekki á mannanafnaskrá og komi ekki fyrir í manntölum né fornum ritum og hafi ekki verið borin af mönnum í fjölskyldu umsækjanda.
Beiðni um eiginnafnið Salvarr var því hafnað.
Önnur nöfn hlutu náð fyrir augum nefndarinnar. Þar á meðal Santos, Konstantína og Líana. Nöfnin eru eftirfarandi:
- Listó
- Arló
- Todor
- Marló
- Ástborg
- Líana
- Konstantína
- Logar
- Santos
Fjögur skilyrði
Til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru:
- Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli.
- Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi.
- Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess.
- Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama.