Hákon óttaðist um líf vinar síns: „Auðvitað hugsar maður alltaf það versta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2024 09:32 Angel Gomes var illa útleikinn eftir samstuðið. Hann er sem betur fer á batavegi. Samsett/Vísir Óhugnanlegt atvik átti sér stað í leik Lille í frönsku úrvalsdeildinni um helgina. Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson leikur með liðinu og segir það hafa tekið á. Lukkulega fór betur en áhorfðist í fyrstu. Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag. Franski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Englendingurinn Angel Gomes, liðsfélagi Hákons, fékk þungt högg frá Amadou Kone, leikmanni Reims, í leik liðanna í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar. Kone fékk að launum beint rautt spjald og við tók hálftíma löng pása til að hlúa að Gomes sem missti meðvitund. Það féll í fang Hákons að koma inn fyrir Gomes af bekknum en þessi hálftími leið eins og heil eilífð. „Þetta var náttúrulega bara ótrúlega óþægilegt. Sérstaklega þegar það er vinur manns sem lendir í svona. Ég kom auðvitað inn á fyrir hann, ég var bara sendur strax að hita því við héldum ekki að þetta væri svona slæmt,“ segir Hákon, en svo leið og beið. Leikmenn mynduðu varnarhring í kringum Gomes á meðan hlúð var að honum á vellinum.Getty „Svo sér maður alla hlaupa inn á, sjúkraþjálfara og lækna, og svo kemur sérstakt sjúkrateymi frá vellinum. Auðvitað hugsar maður alltaf það versta. Maður er bara stressaður fyrir hönd hans og þetta var alveg erfitt,“ segir Hákon. Gomes reyndi að tala við hann gegnum súrefnisgrímuna Það var því erfitt að hefja leik en Hákon segir Gomes hafa verið með meðvitund sem hafi létt á áhyggjum leikmanna. Leikmenn Lille voru áhyggjufullir, skiljanlega.Getty „Við gerðum svona hring og sáum að hann var vakandi sem gerði það miklu auðveldara að byrja leikinn aftur. Hann fattaði að ég var að koma inn fyrir hann og reyndi að tala við mig. Hann var náttúrulega með einhverja súrefnisgrímu og reyndi að tala við mig. Ég skildi ekkert hvað hann var að segja,“ „Hann mundi það síðan og það er fyndið eftir á að hann hafi fattað að ég var að koma inn á fyrir hann,“ segir Hákon. „Sexý stoðsending“ vakið athygli Betur fór en áhorfðist hjá Gomes sem sendi kveðju á Instagram síðu sinni daginn eftir. Þrátt fyrir að vera illa útleikinn er hann byrjaður að skokka aftur eftir höggið. Í fjarveru hans fékk Hákon byrjunarliðssæti hjá Lille í 2-0 sigri á Slavia Prag í Mesitaradeildinni í gær og nýtti tækifærið með sérlega laglegri stoðsendingu. Hann hefur fengið mikið lof fyrir. „Það hefur margt fólk sent á mig að þetta væri vel gert, aðallega hvað þetta væri sexý, segja sumir,“ segir Hákon og hlær. „En það var bara geggjuð tilfinning að leggja upp svona mikilvægt mark fyrir klúbbinn. Mér fannst þetta líka bara mjög flott hjá mér, ég er bara glaður með þetta,“ segir Hákon. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Þar má sjá ummæli Hákons, höfuðhögg Gomes og stoðsendingu Hákons frá því á þriðjudag.
Franski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira