Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:02 Linda Ásgeirsdóttir er félagi í foreldrafélagi Réttarholtsskóla sem sendi Reitum í vikunni áskorun um að leigja ekki nikótínversluninni Svens húsnæði í Grímsbæ. Hún hvetur til þjóðarátaks gegn útbreiðslu nikótíns. Vísir/Einar Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda. Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira
Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda.
Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Dæmigerðar aðstæður „fyrir það þegar fólk verður úti“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sjá meira