Kallar eftir þjóðarátaki gegn nikótínvánni Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 20:02 Linda Ásgeirsdóttir er félagi í foreldrafélagi Réttarholtsskóla sem sendi Reitum í vikunni áskorun um að leigja ekki nikótínversluninni Svens húsnæði í Grímsbæ. Hún hvetur til þjóðarátaks gegn útbreiðslu nikótíns. Vísir/Einar Hvert nikótínveldið á fætur öðru ryður sér rúms í höfuðborginni á sama tíma og sífellt fleiri nota slíkar vörur. Foreldrar lýsa yfir miklum áhyggjum af þróuninni og kalla eftir þjóðarátaki. Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda. Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Á örfáum árum hefur orðið sprenging í sérverslunum með nikótínvörur hér á landi. Fyrirtæki sem reka t.d. slíkar verslunarkeðjur eru Piknik, Drekinn, Polo, Gryfjan og Svens sem eru með samtals 25 verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Þá reka þær flestar vefverslanir samhliða. Stærsta nikótínkeðjan er Svens sem rekur ellefu verslanir á höfuðborgarsvæðinu og áætlar nú að opna þá tólftu í Grímsbæ. Þrjú foreldrafélög sendu í vikunni bréf á Reiti fasteignafélag um að hætta við að leigja Svens húsnæði undir reksturinn í Grímsbæ m.a. vegna nálægðar við marga grunnskóla á svæðinu. Kallar eftir þjóðarátaki Samfara þessari þróun hefur neysla landans á nikótínvörum aukist mikið síðustu ár. Samkvæmt upplýsingum frá Landlækni notar nú tæplega þriðjungur karla á aldrinum 18-34 ára nikótín og fimmtungur kvenna á sama aldri. Þá hafa 13,3 prósent barna í tíundabekk prófað slíkar vörur samkvæmt íslensku æskulýðsrannsókninni. Linda Ásgeirsdóttir er félagi í stjórn Foreldrafélags Réttarholtsskóla sem er meðal þeirra skóla sem sendi áskorun á Reiti um að leigja Svens ekki húsnæði. Hún hvetur til vitundarvakningar varðandi útbreiðslu nikótíns í samfélaginu. „Ég kalla til þjóðarátaks eins og við gerðum gegn reykingum á sínum tíma. Mér finnst við alltof róleg í tíðinni. Nú er lag að við stöndum saman og hjálpum börnunum okkar. Við þurfum að stoppa þessar verslanir sem spretta upp alls staðar hérna í kringum okkur,“ segir Linda. Hún segir afar misvísandi skilaboð í gangi um hver áhrif nikótíns eru á heilsu fólks. Hún telur að þau geti verið afar alvarleg. „Þetta er gríðarlega hættulegt. Það er mikið magn nikótíns í einum nikótínpúða. Ég er að heyra af hraustu ungu fólki sem er að fá fyrir hjartað eða að fá hjartaverki og jafnvel hjartabólgu. Það þjáist af svefnleysi vegna þessarar notkunar og finnur fyrir meiri kvíða,“ segir hún. Hún segir Reiti enn ekki hafa svarað foreldrafélögunum. „Mér skilst að foreldrafélagið Réttó hafi enn ekki fengið nein viðbrögð þaðan,“ segir Linda.
Nikótínpúðar Heilsa Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira