„Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. ágúst 2024 10:31 Arnar Gunnlaugsson með möppuna góðu. Hann verður á hliðarlínunni í kvöld. vísir/Diego Víkingar spila einn mikilvægasta leik í sögu félagsins í kvöld. Liðið er á leiðinni í einvígi sem gæti skilað félaginu mörg hundruð milljónum í kassann. Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“ Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Vegferð Víkinga inn í Sambandsdeildina hefst klukkan sex í Fossvoginum í kvöld. Liðið mætir þá andorrska liðinu UE Santa Coloma í fyrri leið liðanna í umspili um að komast inn í deildina. Liðið þykir ekki eins gott í Íslandsmeistararnir en menn í Víkinni eru ekki á því að vanmeta andstæðinginn. „Þetta er stór dagur í sögu okkar klúbbs. Við erum búnir að berjast virkilega vel fyrir því að komast á þennan áfangastað en það er eitt einvígi eftir til að fullkomna drauminn. Við ætlum að slá þá út en eins og alltaf í Evrópu þurfum við að eiga toppleiki til að gera það.“ Margir knattspyrnusérfræðingar telja að Víkingar eigi einfaldlega að valta yfir þennan andstæðing. „Við vitum vel að svo er ekki. Þetta er lið sem sló út meistarana í Kósóvó í fyrstu umferð og sem dæmi duttu Blikar út fyrir liði sem endaði í þriðja sæti í Kósóvó. Og þetta ferðalag okkar síðustu ár í Evrópu kennir manni það að öll lið eru með einhverja leikmenn og einhver gæði til að meiða þig. Ef þú ert ekki á þínum degi, eða heldur að þú ætlir að labba í gegnum þessi einvígi þá verður þér refsað. Við lítum kannski á þessa umræðu sem hrós en verðum að muna að við þurfum að eiga toppleiki til að komast áfram.“ Mjög eðlilegt að hökta aðeins Víkingar hafa verið í smá vandræðum í Bestudeildinni. Liðið tapaði fyrir Skagamönnum í síðustu umferð og þar á undan gerði liðið jafntefli við Vestra. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er ósköp eðlilegt. Þetta er búið að vera töff prógram en jafnframt skemmtilegt og lærdómsríkt. Ef þú hefðir boðið mér fyrir tímabilið að við værum í bikarúrslitum, í efsta sæti í deildinni og í umspili um að komast í Sambandsdeildina, ég veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér.“ Miklir fjármunir eru undir fyrir einvígið gegn Santa Coloma. Víkingar fá líklega um hálfan milljarð við það að komast inn í Sambandsdeildina. „Ég vona að þetta fari ekki inn í hausinn á strákunum en það væri alveg mannlegt ef það myndi gerast. Okkar helsta hindrun er líklega ef leikmenn fara að hugsa að þeir væru að bregðast framtíð klúbbsins ef þetta næst ekki, en svo er ekki.“ Leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 17:35. Klippa: „Veit ekki hvað ég myndi gera við þig, líklega giftast þér“
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira