Jökull leikur sjálfan sig í Glæstum vonum: „Þetta er kannski meira í gríni gert“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 22. ágúst 2024 13:17 Jökull ásamt leikkonunum Katherine Kelly Lang og Ashley Jones á setti í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júlíusson söngvari hljómsveitarinnar Kaleo segir það hafi verið skemmtilegt ævintýri að leika sjálfan sig í sápuóperunni Glæstum vonum. Hann fékk boð um hlutverkið í þáttunum eftir að hafa komið fram í veislu hjá Andrea Bocelli. Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil. Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira
Þátturinn sem Jökull kemur fram í verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS þann 27. september næstkomandi. Þar mun hann flytja eitt af frægustu lögum sveitarinnar í þættinum, Way Down We Go. „Þetta er hálffyndið allt saman. Ég var að spila fyrir sirka mánuði síðan á Ítalíu hjá Andrea Bocelli. Hann hefur held ég verið í þessum þáttum sjálfur og var búinn að bjóða öllu þessu liði og ég sat við borð þarna og var að flytja nokkur lög. Þetta var einhver svona fyndin hugmynd sem mér fannst ansi skondin á þeim tíma. Svo einhvern veginn vatt þetta upp á sig og ég er farinn að lesa einhverjar línur og leggja þetta á minnið og leika í einhverjum þáttum. Þetta er kannski meira í gríni gert,“ segir Jökull í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jökull gerir létt grín að hlutverki sínu í þáttunum og kveðst ekki stefna að leggja leikaraferilinn fyrir sig. „Þetta var nú bara hálf sakleysislegt og svo flutti ég eitt lag. Ég var sem sagt bara að leika sjálfan mig. Ég er enginn leikari og er ekki að stefna að því að vera neinn leikari. Þetta var bara fróðlegt að vera á setti. Þetta eru kannski ekki vönduðustu þættir sem fyrirfinnast en þetta er bara skemmtilegt ævintýri,“ segir Jökull. Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Í faðmi leikara Glæstra vona Jökull tók sig vel út á setti í Los Angeles með leikurum einnar frægustu sápuóperu veraldar Bold and the Beautiful, eða Glæstum vonum 19. ágúst síðastliðinn. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá tökustað þáttanna í CBS Television City í Los Angeles 19. ágúst síðastliðinn: Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, Lawrence Saint Victor, Ashley Jones, Jacqueline MacInnes Wood, Annika Noelle, Tanner Novlan, Joshua Hoffman, Delon De Metz og John McCook á setti CBS Television City í 19. ágúst síðastliðinn.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull tekur lagið á setti.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Katherine Kelly Lang, Ashley Jones og Casey Kasprzyk.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og John McCook.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull, Thorsten Kaye, Katherine Kelly Lang, John McCook og Ashley Jones.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull og Jacqueline MacInnes Wood.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Jökull Júliusson og Annika Noelle.Howard Wise / JPI Studios, Inc. Howard Wise / JPI Studios, Inc. Fetar í fótspor Lil Nash og Usher Þættirnir eru heimsfrægir, gerast í Los Angeles og hverfast að mestu um Forrester fjölskylduna. Sú rekur eitt frægasta tískuhús í heimi í þáttunum góðu þar sem Ridge Forrester, Brooke og Taylor Forrester hafa oftar en ekki verið í stærstu hlutverkunum. Þættirnir eru Íslendingum góðkunnir enda verið sýndir á Stöð 2 um árabil.
Íslendingar erlendis Tónlist Bíó og sjónvarp Kaleo Mest lesið Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Lífið Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Lífið Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Lífið Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Lífið Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Lífið Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Lífið Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Sjá meira