Verslanir hafi haft með sér „þögult samkomulag“ um verð Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. ágúst 2024 20:32 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir útlit fyrir að lágvöruverðsverslanir hér á landi hafi haft með sér þögult samkomulag um verð. Hann fagnar aukinni samkeppni með tilkomu nýrrar verslunar, sem ætti að draga vöruverð niður um allt land. Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki. Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Lágvöruverðsverslunin Prís opnaði á laugardaginn, og boðaði harða samkeppni við lágvöruverðsverslanir á borð við Krónuna og Bónus. Á þriðjudag greindi verðlagseftirlit ASÍ svo frá því að verð á matvöru hefði lækkað í mánuðinum, í fyrsta sinn frá undirritun kjarasamninga í mars, og að sú þróun hafi verið vel á veg komin fyrir opnun Prís, sem væri þó með lægra vöruverð en hinar tvær verslanirnar í 96 prósent tilfella. Formaður Neytendasamtakanna tekur aukinni samkeppni fagnandi. „Og það er alveg ljóst að miðað við viðtökurnar hefur þeim tekist að lækka vöruverð ansi mikið, og fólk virðist flykkjast í búðina til að fá matvöru á lægra vöruverði,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin fái upplýsingar frá verðlagseftirliti ASÍ, sem sjái aðrar verslanir fylgja eftir komu Prís með því að lækka verð hjá sér. „Sem er gott, og öllum neytendum til hagsbóta. Því hinar verslanirnar hafa nú lofað því að vera með sama verð um allt land. Innkoma Prís hefur ekki bara áhrif á höfuðborgarsvæðið, heldur ætti að hafa áhrif á verðlækkun um allt land.“ Gott svigrúm virðist hafa verið til verðlækkana. „En hvatinn kom ekki fyrr en Prís kom á markað, og það er eitthvað sem við hljótum að fagna.“ Útlit sé fyrir að á samkeppninni slakni með tímanum. „Það lítur þannig út að verslanirnar sem hafa verið fyrir á markaði, hafi haft með sér nokkurs konar þögult samkomulag um að hafa þetta eins og þetta er. Þess vegna er svo gott að það komi einhver nýr inn á markaðinn af miklu afli, til þess að lækka vöruverðið,“ segir Breki.
Verslun Tengdar fréttir Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28 Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Verðlag á matvöru lækkar í fyrsta sinn frá því í mars Verðlag á matvöru hefur lækkað, samkvæmt greiningu verðlagseftirlits ASÍ, í fyrsta sinn frá því að nýir kjarasamningar voru undirritaðir í mars. Þróunin var komin vel á leið fyrir opnun lágvöruverðsverslunarinnar Prís um helgina. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ. 20. ágúst 2024 14:28
Reiknar með því að Bónus sjái Prís sem áskorun Fjöldi fólks lagði leið sína í nýja lágvöruverslun sem opnaði í Kópavogi í dag. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að grannt verði fylgst með Prís, og vonar að aðrar líti á verð hennar sem áskorun. 17. ágúst 2024 19:22