Fólk rugli oft Íslendingum og Grænlendingum saman Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2024 22:00 Qupanuk Olsen er stödd á Íslandi þessa dagana. Vísir/Bjarni Vinsælasti áhrifavaldur Grænlands telur landið verða næsta heita áfangastað norðursins. Ferðamennska þar er á blússandi siglingu, meðal annars vegna myndbandanna sem hún birtir á samfélagsmiðlum sínum. Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk. Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Qupanuk hefur ferðast mikið um heiminn í gegnum árin og alltaf þegar hún ræddi við fólk í nýju landi lenti hún ávallt í því sama. Fólk vissi lítið sem ekkert um Grænland og taldi jafnvel að enginn byggi þar. Hún ákvað því að gerast áhrifavaldur og fræða fólk um landið hennar. Og viðbrögðin hafa ekki leynt á sér. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum og heimamenn eru afar ánægðir. @qsgreenland Greenlandic: Tuttut tututtut tuttutut… Day 40 of 100. Music: Beach, Musician: Jeff Kaale #tonguetwister#greenland#greenlandic#viral ♬ original sound - Q’s Greenland „Mitt markmið er að segja frá hinu jákvæða hjá okkur. Í fjölmiðlum er aðeins talað um vondu og neikvæðu fréttirnar. Ég einbeiti mér að því gagnstæða og segi hve hreykin ég er að vera Grænlendingur og hve heppin við erum og höfum fram að færa. Ég nota oft þennan frasa: Lífið er dásamlegt,“ segir Qupanuk. Ferðamennskan í Grænlandi er á blússandi siglingu. „Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöð flugs. Ísland hefur verið stóra tengistöðin árum saman. Ég tel að Grænland verði næsta stóra tengistöðin þar sem við erum að byggja tvo nýja alþjóðaflugvelli. Af þeim sökum mun ferðamönnum fjölga til muna,“ segir Qupanuk. View this post on Instagram A post shared by Q’s Greenland (@qsgreenland) Og myndböndin hennar laða marga til Grænlands. „Æ fleiri koma til Grænlands vegna myndbanda minna. Á hverjum degi hitti ég ferðamenn sem segjast hafa komið mín vegna. Ég tel mig hafa mikil áhrif,“ segir Qupanuk. Þá sé fólk oft með furðulegar hugmyndir um líkindi Grænlendinga og Íslendinga. „Sá misskilningur er ríkjandi að Íslendingar og Grænlendingar séu sama þjóðin. En við erum Inúítar og þið víkingar frá Norðurlöndum. Fólk virðist rugla Grænlandi og Íslandi saman,“ segir Qupanuk.
Grænland Samfélagsmiðlar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira