Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. ágúst 2024 23:50 Kolbeinn Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í flugskýli Landhelgisgæslunnar eftir að hann flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Vísir/Sigurjón Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27