Grindavík ekki í hættu ef fer sem horfir Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 22. ágúst 2024 23:50 Kolbeinn Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, í flugskýli Landhelgisgæslunnar eftir að hann flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Vísir/Sigurjón Ekkert hraunrennsli er í átt að Grindavík og bærinn er ekki í hættu ef gosið heldur áfram með þessum hætti, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í kvöld. Hann áætlar að hraun þeki yfir fimm ferkílómetra. Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni á tíunda tímanum í kvöld virðist svipað að stærð og síðustu gos á þessum slóðum. Magnús Tumi segir að gosi nái að gígum sem voru virkir í síðasta gosi en ekkert suður fyrir þá. Ekkert hraunrennsli sé í átt að Grindavík og aðalþunginn í gosinn sé norðan við Skógfell. Hrauntaumurinn sé töluvert norðan við Svartsengi og Bláa lónið. Halldór Björnsson, fagstjóri veðurs og loftlags hjá Veðurstofunni, segir að ólíkt fyrri gosum sé hraunrennslið norðan við vatnaskil og því stefni það ekki að bænum. Meðan sprungan lengist ekki til suðurs ætti það ekki að gerast. „Ef þetta heldur áfram svona þá er Grindavík ekki í hættu vegna þessa. Við vitum náttúrulega ekki hvað gerist alveg á næstunni en það er líklegt að þetta sé komið í hámark og svo fer að draga úr því eins og hin gosin. Það er að renna hraun dálítið norðar og svona í stóru myndinni er það æskilegra en hitt, þarna er ekki eins mikið af innviðum í hættu,“ segir Magnús Tumi. Magnús Tumi áætlar að gossprungan hafi verið orðin um fjórir kílómetrar að lengd þegar hann og fleiri vísindamenn flugu yfir. Hraunmagnið gæti numið 1.500 til 2.000 rúmmetrum og flatarmál hraunsins um fimm ferkílómetrum. Ósennilegt sé að nýjar sprungur nær byggð opnist úr þessu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Tengdar fréttir Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Teygir sig frá Grindavík ólíkt fyrri gosum Gossprungan sem opnaðist á Sundhnúksgígaröðinni í kvöld teygir sig nú lengra til norðurs en suðurs og frá Grindavík, ólíkt fyrri gosum. Hraun rennur hratt og er byrjað að nálgast Grindavíkurveg, að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. 22. ágúst 2024 22:27