Ronda biðst afsökunar: „Á skilið að vera hötuð og fyrirlitin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2024 08:01 Ronda Rousey er í frægðarhöll UFC. getty/Brandon Magnus Bardagakonan Ronda Rousey hefur beðist afsökunar á að hafa dreift samsæriskenningamyndbandi um Sandy Hook skotárásina. Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda. MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira
Árið 2013 birti Ronda YouTube-myndband á Twitter þar sem efast er um það sem gerðist í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólanum þann 14. desember 2012 þar sem 26 manns létust. Á dögunum fékk Ronda fjölda spurninga á Reddit um myndbandið sem hún dreifði á sínum tíma. Í gærmorgun birti Ronda svo yfirlýsingu á X þar sem hún baðst afsökunar á að hafa birt myndbandið. Ronda ætlaði að hafa afsökunarbeiðnina í seinni hluta ævisögu sinnar, Our Fight, sem kom út fyrr á þessu ári en útgefendur báðu hana um að sleppa því. „Í hreinskilni sagt á ég skilið að vera hötuð, fyrirlitin og þaðan af verra fyrir þetta,“ skrifaði Ronda á X. „Ég á skilið að glata öllum mínum tækifærum. Það hefði átt að slaufa mér. Ég hefði átt það skilið og á það enn. Ég biðst afsökunar á að þetta komi ellefu árum of seint en frá dýpstu hjartarótum er ég miður mín yfir því að hafa valdið þeim sem eiga um sárt að binda vegna Sandy Hook fjöldamorðsins sársauka. Ég get ekki byrjað að ímynda mér sársaukann sem þið hafið upplifað og orð fá því ekki lýst hversu full iðrunar ég er og hversu mikið ég skammast mín fyrir að hafa átt þátt í því.“ Ronda sagðist jafnframt hafa skammast sín á hverjum degi síðan hún birti myndbandið og muni gera það allt til æviloka. pic.twitter.com/JpBZ0R0VKr— Ronda Rousey (@RondaRousey) August 23, 2024 Ronda átti farsælan feril í UFC áður en hún færði sig yfir í WWE fjölbragðaglímuna. Hún er vinsælasta íþróttakona heims á Instagram en þar er hún með 17,5 milljónir fylgjenda.
MMA Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst Sport „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Pelikanarnir búnir að gefast upp „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Dæmdur í áttatíu leikja bann og tapar 769 milljónum króna HM stækkað og verðlaunaféð tvöfaldað Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ McIlroy meiddur í aðdraganda Masters Sjá meira