Skriður fallið við báða enda Strákaganga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 12:08 Frá Siglufjarðarvegi við Strákagöng. Vegurinn er lokaður að Hrauni vegna grjóthruns. Myndin er úr safni. Stöð 2 Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. Töluvert hefur rignt á svæðinu undanfarna daga og í gærkvöld. Um miðja nótt dró úr ákefðinni þó rigning hafi verið stöðug. „En hins vegar er grunnvatnsstaðan orðin mjög há. Við erum að fá tilkynningar um að skriður hafi fallið hjá Siglufjarðarvegi, beggja megin við Strákagöng. Og líka í fjallinu og við bæinn,“ sagði Esther Hlíðar Jenssen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að skriðurnar séu ekki mjög stórar. „En grunnvatnsstaðan er há og það er búið að rigna mikið í vikunni á undan þannig þetta er allt orðið mjög viðkvæmt og gegnsósa þarna.“ Slökkviliðið á Húsavík var kallað til um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll niður við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og verður fundað síðar í dag um hættumat á svæðinu. Esther segir mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá. Enn sé hætta á ferðum þó dregið hafi úr úrkomu. Er skriðuhætta í bænum eða einhvers staðar í byggð? „Nei í rauninni ekki nema bara að lækir geta verið varasamir og þannig en það eru varnir fyrir ofan bæinn,“ segir Esther. Veður Fjallabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Töluvert hefur rignt á svæðinu undanfarna daga og í gærkvöld. Um miðja nótt dró úr ákefðinni þó rigning hafi verið stöðug. „En hins vegar er grunnvatnsstaðan orðin mjög há. Við erum að fá tilkynningar um að skriður hafi fallið hjá Siglufjarðarvegi, beggja megin við Strákagöng. Og líka í fjallinu og við bæinn,“ sagði Esther Hlíðar Jenssen, skriðusérfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að skriðurnar séu ekki mjög stórar. „En grunnvatnsstaðan er há og það er búið að rigna mikið í vikunni á undan þannig þetta er allt orðið mjög viðkvæmt og gegnsósa þarna.“ Slökkviliðið á Húsavík var kallað til um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll niður við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. Kristján Ingi Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á Húsavík, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Hann segir að aurskriðan hafi að mestu lent á einu húsi við Skálabrekku en að skemmdirnar séu ekki umtalsverðar þrátt fyrir að greinilega séu einhverjar vatnsskemmdir. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og verður fundað síðar í dag um hættumat á svæðinu. Esther segir mikilvægt að fylgjast vel með veðurspá. Enn sé hætta á ferðum þó dregið hafi úr úrkomu. Er skriðuhætta í bænum eða einhvers staðar í byggð? „Nei í rauninni ekki nema bara að lækir geta verið varasamir og þannig en það eru varnir fyrir ofan bæinn,“ segir Esther.
Veður Fjallabyggð Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira