New York Times og BBC segja Íslendinga furða sig á stöðu gúrkunnar Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2024 13:51 Íslenskar gúrkur hafa sjaldan notið jafnmikilla vinsælda. Getty/Ekaterina Goncharova Meintur gúrkuskortur á Íslandi vekur athygli út fyrir landsteinanna og er til umfjöllunar bæði hjá The New York Times og BBC. Miðlarnir slá því upp að miklar vinsældir gúrkusalats á samfélagsmiðlinum Tiktok hafi leitt til mikillar söluaukningar og erfitt hafi reynst fyrir bændur og verslanir að bregðast við. Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi. Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi sagði nýverið að kassi af gúrku hafi hækkað um þúsund krónur í heildsölu frá því í lok júní, mest af öllum vörum sem hún kaupi inn. Ástæðuna telji hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á TikTok. Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði hefur sagt gúrkuskort vera viðvarandi vandamál og framleiðendur ekki hafa undan. Ekki sé um nýtt vandamál að ræða og bændur hafi ekki undan. Hann sagði gúrkusalatið á Tiktok ekki einu skýringuna á þessu, heldur sé agúrkan einfaldlega vinsæl og að Tiktok uppskriftir valdið því að neyslan hafi aukist enn frekar. Vona að staðan lagist fljótlega Fréttamaður breska ríkisútvarpsins BBC hefur eftir Sölufélagi garðyrkjumanna að uppskriftir að gúrkusalati hafi reynst svo vinsælar að garðyrkjubændur nái ekki að halda í við aukna eftirspurn. Vonast sé til þess að framboð verði komið í eðlilegt horf eftir um viku. Umfjöllun BBC um málið forvitnilega.Skjáskot Í frétt BBC segir að sala á gúrkum hafi meira en tvöfaldast í verslunum Hagkaupa en að forsvarsfólk verslunarkeðjunnar dragi orsakatengslin milli samfélagsmiðlaæðisins og aukinnar eftirspurnar í efa. Vinsældir gúrkusalatsins séu ekki eina skýringin á skortinum og það sé algengt að lítið sé til af íslenskum gúrkum á þessum tíma ársins, að sögn Vignis Þórs Birgissonar, vörustjóra matvöru hjá Hagkaup. Haft er eftir Kristínu Lindu Sveinsdóttur, markaðsstjóra Sölufélags garðyrkjumanna í sömu frétt að fleiri þættir spili líklega inn í. Margir gúrkubændur skipti út plöntunum sínum á þessum tíma árs og skólar séu að hefjast á ný, sem auki enn eftirspurn. „Þetta er í fyrsta sinn sem upplifum eitthvað þessu líkt,“ segir Kristín. Umfjöllun The New York Times.Skjáskot Pantað neyðarsendingu af gúrkum frá Hollandi Fullyrt er í frétt bandaríska stórblaðsins The New York Times að margir íslenskir heimakokkar hafi furðað sig á gúrkuleysinu. Rætt er við Daníel Sigþórsson sem segist hafa leitað að gúrku í þremur verslunum en ekki haft erindi sem erfiði. Þá er haft Guðrúnu Aðalsteinsdóttur, framkvæmdastjóra Krónunnar að gúrkur séu uppseldar í verslunum um allt land. Stjórnendur hafi þurft að bregðast við skortinum með því að panta neyðarsendingu frá Hollandi.
Verslun Landbúnaður Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11 Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49 Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Gúrkusalatið ekki eina ástæða gúrkuskortsins Þórhallur Bjarnason, garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði segir gúrkuskort viðvarandi og framleiðendur ekki hafa undan. Það sé samt ekki eitthvað nýtt. Þórhallur ræddi gúrkuskort í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 21. ágúst 2024 21:11
Gúrkan hækkað um þúsund krónur Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og veitingahúseigandi, segir vöruverð á gúrku hafa hækkað um þúsund krónur frá því í lok júní. Ástæðuna telur hún augljóslega mega rekja til óvæntra vinsælda gúrkunnar í sannkallaðri gúrkutíð á samfélagsmiðlinum TikTok. 21. ágúst 2024 15:49