Sáu í birtingu að skriður höfðu fallið í fallið í firðinum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2024 19:13 Skriður féllu víða vegna mikillar úrkomu síðustu daga. Þessi féll innarlega í Siglufirði, fyrir ofan Hesthúsveg. Jóhann K. Jóhannsson Þrjú heimili á Húsavík voru rýmd eftir að aurskriða féll á eitt þeirra í nótt vegna mikillar úrkomu. Skriður féllu einnig beggja vegna Strákaganga, og Siglufjarðarvegi var lokað, en á Ólafsfirði var allt þurrt. Skriður féllu innan Siglufjarðar en sköpuðu ekki hættu að sögn slökkviliðsstjóra. Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu. Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Í fréttinni hér að neðan má sjá hvernig var um að litast við húsið sem aurskriðan féll á. Það stendur við Skálabrekku á Húsavík. Tvö önnur hús voru rýmd. Enn á eftir að meta tjónið sem varð í húsinu sem skriðan féll á, en ekkert tjón varð á hinum tveimur. Björgunarsveitarmaður sem situr í aðgerðastjórn segir mun meiri úrkomu hafa verið síðustu daga en Húsvíkingar eigi almennt að venjast. „Við eftirlit lögreglu í gærkvöldi uppgötva þau mikinn læk sem rennur niður skálabrekkuna. Því fylgdi ansi mikill aur og drulla. Við fáum útkall laust eftir miðnætti,“ segir Hjálmar Bogi Hafliðason björgunarsveitarmaður á Húsavík. Hjálmar Bogi Hafliðason er í björgunarsveitinni Garðari á Húsavík. Þrjú hús voru rýmd vegna úrkomunnar. „Og ástæða til að þakka íbúum fyrir gott viðmót og samvinnu. Það sneru allir til síns heima í dag og það voru um 20 einstaklingar sem tóku þátt í þessari aðgerð, sem lauk rétt fyrir fjögur í nótt.“ Vatnsmagn í farveginum hafi rénað mikið síðan í nótt, og sé nú mjög lítið. Það er ekki úrkoma eins og staðan er og stendur ekki til að rigni mikið meira næstu daga. Grjóthrun og skriður á Siglufirði Á Siglufirði hefur úrkoma einnig verið töluverð. Siglufjarðarvegi var lokað og grjóthrun varð við sitthvorn munna Strákaganga. „Við létum loka Siglufjarðarvegi í gær, þannig það var bara komið í veg fyrir að einhver umferð færi þar um. Við höfum fengið upplýsingar um að töluvert grjót hafi fallið úr almenningum í Siglufirði og sömuleiðis í Mánaskarði,“ segir Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Síðasta rúma sólahringinn hafa tugir manna unnið að aðgerðum vegna vatnavaxtanna. Slökkvilið Fjallabyggðar hefur notið aðstoðar frá björgunarsveitum og slökkviliði Akureyrar og Dalvíkur. „Við sáum það svo þegar fór að birta í morgun að skriður höfðu fallið hér í Siglufirði. Bæði fyrir ofan varnarmannvirkin og sömuleiðis innar í firðinum. Töluvert stórar skriður og aðrar minni, en þær ollu ekki neinni hættu þar sem þær féllu.“ Þurrar götur í þarnæsta firði Hvanneyrará, sem liggur í gegnum Siglufjörð, var mjög vatnsmikil í gær og mikill grjótburður með henni, en vatnsmagnið er nú í rénun. „En það er nú þannig að þegar það er búin að vera úrkoma í svona langan tíma þá er jarðvegurinn gegnsósa. Þrátt fyrir að það hætti og stytti upp þá tekur fjallið alltaf tíma í að skila af sér. Skammt frá Siglufirði, þar sem allt var á floti, hafi hins vegar verið mun þurrara. „Það er merkilegt frá því að segja að það er nú ekki langt á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar en úrkomumagnið á milli þessara bæja er gígantískt Ég fór yfir á Ólafsfjörð í dag og þar er þurrt,“ segir Jóhann. Í inngangi sjónvarpsfréttarinnar hér að ofan var sagt að aurskriðan hefði fallið á þrjú hús. Hið rétta er að skriðan féll á eitt þeirra ein þrjú hús voru rýmd. Velvirðingar er beðist á þessu.
Norðurþing Fjallabyggð Veður Tengdar fréttir Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08 Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Skriður fallið við báða enda Strákaganga Óvissustig er enn í gildi á Norðurlandi eystra vegna hættu á skriðuföllum og vatnavöxtum. Siglufjarðarvegur er lokaður vegna grjóthruns og hafa skriður fallið á veginn við báða enda Strákaganga. 24. ágúst 2024 12:08
Þrjú heimili rýmd á Húsavík í nótt Slökkviliðið á Húsavík var kallað út um miðnætti í nótt vegna aurskriðu sem féll við Skálabrekku í bænum. Rýma þurfti þrjú hús vegna þessa en mikið vatn og jarðvegur rann fram úr fjallshlíðinni. 24. ágúst 2024 11:42