Markasúpa í leikjum dagsins í Lengjudeildunum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2024 17:53 Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans í ÍBV töpuðu óvænt gegn Aftureldingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Óhætt er að segja að nóg af mörkum hafi verið skoruð í leikjum dagsins í Lengjudeildum karla og kvenna í dag. Alls litu 29 mörk dagsins ljós í fimm leikjum. Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Í Lengjudeild karla vann Afturelding sterkan 3-2 útisigur gegn ÍBV. Vicente Valor kom Eyjamönnum yfir á 25. mínútu leiksins áður en Elmar Kári Enesson Cogic jafnaði metin fyrir Mosfellinga stuttu fyrir hlé. Oliver Heiðarsson kom ÍBV yfir á nýjan leik eftir rúmlega klukkutíma leik, en Georg Bjarnason og Arnór Gauti Ragnarsson snéru taflinu við fyrir Aftureldingu og tryggðu liðinu 3-2 sigur. Þá vann Þróttur einnig 3-2 sigur er liðið tók á móti Keflavík. Liam Daði Jeffs, Emil Skúli Einarsson og Sigurður Steinar Björnsson sáu um markaskorun Þróttara, en Axel Ingi Jóhannesson og Mihael Mladen skoruðu mörk gestanna. Að lokum unnu Grindvíkingar og Leiknismenn stórsigra. Grindvíkingar lentu 1-0 undir gegn Dalvík/Reyni eftir mark frá Áka Sölvasyni, en settu svo í fluggírinn eftir það og unnu 7-1 útisigur. Adam Árni Róbertsson skoraði tvö mörk fyrir Grindvíkinga og þeir Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, Ion Perelló Machi, Sigurjón Rúnarsson, Daniel Arnaud Ndi og Kristófer Konráðsson skoruðu eitt mark hver. Í 5-1 sigri Leiknismanna gegn Þórsurum frá Akureyri skoruðu Shkelzen Veseli og Róbert Quental Árnason tvö mörk hvor fyrir heimamenn og Róbert Hauksson eitt. Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði mark Þórsara. Óvæntur sigur kom sér vel fyrir Grindavík Þá fór einnig einn leikur fram í Lengjudeild kvenna í dag þar sem Grindavík vann óvæntan 4-1 útisigur gegn nýkrýndum deildarmeisturum FHL. Sigríður Emma F. Jónsdóttir skoraði tvívegis fyrir Grindavík og Helga Rut Einarsdóttir komst einnig á blað. Keelan Terrell, markvörður FHL, skoraði auk þess sjálfsmark. Mark heimakvenna skoraði Selena Salas. Með sigrinum komst Grindavík í 20 stig þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Liðið er nú sex stigum fyrir ofan fallsvæðið og nægir því eitt stig til að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni.
Lengjudeild karla Lengjudeild kvenna Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira