Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 17:51 Bókin ehf. þurfti að slá af viðburð á vegum búðarinnar vegna skerts aðgengis að búðinni. Bókin ehf. Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum. Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira
Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Bíl ekið inn í þvögu í Vancouver og nokkrir látnir Erlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Innlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Útlit fyrir þokkalegt veður Veður Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Sjá meira